fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Jón Valur Jensson: „Fjallkonan hefur ávallt verið og á að vera kona“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 14. júní 2018 14:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fjallkonan hefur ávallt verið og á að vera kona“ segir Jón Valur Jensson, guðfræðingur, bloggari og frambjóðandi Íslensku þjóðfylkingarinnar á Facebook síðu eftir að tilkynnt var að dragdrottning yrði fjallkona í ár.

Eins og fram kom í morgun þá verður dragdrottningin Gógó Starr önnur tveggja fjallkona í ár í hátíðarhöldunum á þjóðhátíðardaginn í Reykjavík. Þetta kom fram í viðtali á gayiceland á ensku og DV fókus á íslensku. Gógó heitir í raun og veru Sigurður Heimir Guðjónsson og sagist hafa dreymt um þetta síðan hann fór að koma fram í dragi. Þetta er ekki fyrsti heiðurinn sem Gógó hlotnast því að í fyrra var dragdrottningin kynnir á Grímunni, verðlaunaafhendingu leiklistarfólks.

 

Þóknun við örsmátt félag

„Að karlmaður fari í hlutverkið 17. júní næstkomandi, snýst minna um fyrirsjáanlega hugaróra örlítils prómill þjóðarinnar heldur en hitt, að „nýir“ ráðandi aðilar í Ráðhúsinu (með aðeins 46,35 prósent fylgi á bak við sig) vilja enn einu sinni þóknast örsmáu félagi (sem var 189 manns, síðast þegar upplýst var um félagatal) og taka þess vegna, í aulalegri meðvirkni, þá ákvörðun að tefla fram karlmanni í stað alvöru-fjallkonu!“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fjallkonuhefðin er brotin upp en í fyrra fór transkonan Eva Ágústa Aradóttir í hlutverk fjallkonunnar á hátíðarhöldunum í Hafnarfirði.

Jón Valur Jensson hefur margoft lýst skoðunum sínum sem margir telja vera íhaldssamar, til dæmis í innflytjendamálum og trúarlegum málum. Hefur hann til dæmis talað hart gegn þungunarrofum.

„Jafn vel helgustu daga þjóðarinnar vill hin „nýja“ borgarstjórn nota bara að eigin vild og breyta í skrípaleik“ segir Jón.

 

Jón Sigurðsson myndi snúa sér í gröfinni

Við þessa færslu líkar Guðmundur Þorleifsson, formaður flokksins en miklar umræður hafa skapast vegna færslunnar og eru þar margir sammála honum. Einn maður segir:

„Við höfum fullt af fallegu kvenfólki. Af hverju er verið að sýna fjallkonuhlutverkinu svona mikið virðingarleysi að láta uppmálaðan karlmann með hárkollu vera fjallkonu.“

Kona ein segir að fjallkonan þurfi ekki endilega að vera fríð en hún þurfi að vera kona. Þetta sé því virðingarleysi gagnvart hlutverkinu.

Önnur segir: „Jón Sigurðsson myndi eflaust snúa sér við í gröfinni núna og líka flestar okkar formæðra sem þraukuðu í gegnum aldirnar hér. Hér er verið að hæðast að þeim sem konum.“

Ekki eru allir þó sammála Jóni, sumir segja hann gera stórmál úr engu og aðrir fagna fjölbreytileikanum.

Einn maður bendir Jóni á að 189 manns séu fleiri en kusu Íslensku þjóðfylkinguna í borgarstjórnarkosningunum í maí. Flokkurinn fékk alls 125 atkvæði og hefur enginn flokkur fengið færri atkvæði í Reykjavík.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“