fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Foreldrar styðja ljósmæður: Boðað til samstöðufundar kl. 13 hjá ríkissáttasemjara

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 3. apríl 2018 11:45

Mynd: Aldís Pálsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil umræða hefur skapast um stöðu mála í kjarabaráttu ljósmæðra, en samningaviðræður þeirra og ríkisins hafa staðið yfir frá því í september árið 2017. Fjölmennur félagsfundur var haldinn í síðustu viku og er mikill hiti í ljósmæðrum.

Það eru þó ekki bara ljósmæður sem hafa áhyggjur af stöðu mála, því fjöldi foreldra, bæði núverandi og verðandi, hafa það líka. Ein þeirra, Andrea Eyland Sóleyjar- og Björgvinsdóttir, útgefandi og höfundur, á von á sínu fjórða barni núna í apríl.

Í „Bumbu-hópi“ sem hún er í á Facebook skapaðist umræða um stöðu mála í kjarabaráttu ljósmæðra og ljóst að margar verðandi mæðra höfðu áhyggjur af ástandinu og hvað myndi gerast ef margar ljósmæður myndu segja upp störfum.

Á föstudagskvöld fékk Andrea nóg af ástandinu og ákvað að stofna Facebookhóp til stuðnings kjarabaráttu ljósmæðra. Í hópnum deila foreldrar myndum og fæðingarsögum ásamt því að þakka ljósmæðrum fyrir veittan stuðning við fæðingu barna þeirra.

„Það fauk í mig í kvöld. Ein sambumba mín upplifði ótta og stress vegna ástandsins sem nú er að skapast á fæðingardeildinni. Svo ég stofnaði hóp þar sem við sem skjólstæðingar getum staðið með ljósmæðrum. Fæðandi mæður eiga EKKI að upplifa ótta og stress. Ljósmæðurnar okkar eru lífnauðsynlegar og stjórnvöldum ber skylda til að bregðast við kröfum þeirra. Núna strax! Öryggi barna okkar liggur við,“ segir Andrea í Facebookfærslu á föstudagskvöld.

Ljóst er að stuðningur við ljósmæður er mikill, því þegar Andrea fór að sofa á laugardagskvöld voru 20 konur í hópnum með henni, klukkan 11.30 á mánudegi eru 14.157 meðlimir komnir í hópinn.

Í dag klukkan 13 munu ljósmæður funda með ríkissáttasemjara í Borgartúni og eru foreldrar hvattir til að mæta fyrir utan og sýna stuðning sinn í verki.

„Sýnum stjórnvöldum að við styðjum ljósmæður,“ segir Andrea. „Þetta snertir okkur öll, mæður, feður og börnin sem þær sinna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill