fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Ingólfur stefnir ótrauður að því að opna Sparibankann þrátt fyrir gjaldþrot

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 19. mars 2018 14:53

Ingólfur H. Ingólfsson sparnaðarráðgjafi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingólfur H. Ingólfsson fjármálaráðgjafi og stjórnarformaður Sparibankans stefnir að því að opna Sparibankann á næstunni þrátt fyrir gjaldþrot móðurfélagsins. Félagið Fjármál heimilanna var úrskurðað gjaldþrota þann 7. mars síðastliðinn.

Ingólfur var áberandi á árunum eftir hrun þar sem hann hélt námskeið um fjármál. Til stóð að opna Sparibankann árið 2011 á Lækjargötu þar sem Hard Rock Café er nú til húsa en erfiðlega gekk að ljúka fjármögnun. Sparibankinn átti að vera rekinn af þýskri fyrirmynd og hvetja til sparnaðar.

Ingólfur segir í samtali við DV að gjaldþrot félagsins sé tímabundið ástand:

„Þetta er bara tímabundið ástand. Það er meira en að segja það að stofna nýjan banka á Íslandi. Það hefur gengið á ýmsu, við höfum unnið að þessu frá 2010. Svona kemur upp á,“

segir Ingólfur.

Þú ætlar s.s. að opna Sparibankann?

„Já já já. Þetta er óheppilegt, en þetta verður keyrt til baka og allt verður gert upp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah snýr aftur
Fréttir
Í gær

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Í gær

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax
Fréttir
Í gær

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“