fbpx
Föstudagur 22.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Silfur Egils

Fallinn strompur

Fréttir

Sema um piltinn sem fluttur var úr landi: Hann er fórnarlamb skilningsleysis

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 21. febrúar 2018 21:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Solaris – hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttamenn – mótmæla harðlega brottflutningi ungs pilts frá Íslandi til Marokkó, en piltinum var fyrir skömmu misþyrmt hrottalega af samföngum á Litla Hrauni. Sema Erla Serdar, stofnandi samtakanna, ritar harðorða yfirlýsingu um málið í kvöld.

Houssin flúði hingað til lands sem laumufarþegi með Norrænu ásamt félaga sínum fyrir einu og hálfu ári. Voru piltarnir settir í umsjá barnayfirvalda. Félagi Houssins býr nú í góðu yfirlæti hjá fósturfjölskyldu í Bolungarvík. Houssin var hins vegar svo óheppinn að hann var úrskurðaður yfir lögaldri og því ekki á forræði barnaverndaryfirvalda. Hann reyndi að strjúka með skipi vestur um haf og fékk af þeim sökum fangelsisdóm.

Á meðan vist hans á Litla Hrauni stóð misþyrmdu tveir fangar Houssin illa. Voru meðal annars brotnar í honum tennur. Þær fréttir bárust í dag að Houssin hafi verið fluttur til heimalands síns, Marokkó. Velunnarar og vinir hans á Íslandi telja að þar bíða hans aðeins líf á götunni.

Sema Erla skrifar í yfirlýsingu sinni:

Stjórn Solaris hefur á undanförnum vikum borist margar frásagnir af brottvísunum umsækjenda um alþjóðlega vernd sem eru alls ekki í samræmi við verkferla stjórnvalda. Ítrekað hafa einstaklingar og fjölskyldur verið sóttar án nokkurs fyrirvara og sendar úr landi, framkvæmdin hefur verið ómannúðleg og ekki í neinu samstarfi við viðkomandi og/eða talsmenn, td. lögfræðinga þeirra.

Houssin, ungur drengur frá Marokkó, er enn eitt fórnarlamb skilningsleysis þeirra sem bera ábyrgð á málefnum flóttafólks og hælisleitenda, framkvæmd málsmeðferða og brottvísana. Yfirvöld hafa síendurtekið brugðist Houssin, sem m.a. varð fyrir hrottalegu ofbeldi í fangelsi, nú síðast með því að senda hann úr landi í gær án nokkurs fyrirvara og samvinnu auk brots á upplýsingaskyldu. Slík vinnubrögð eru ómannúðleg og algjörlega óásættanleg og ber að fordæma.

Stefnuleysi stjórnvalda í málefnum fólks á flótta er mikið áhyggjuefni. Stjórn Solaris skorar á alla ábyrgðaraðila, ríkislögreglustjóra, útlendingastofnun, dómsmálaráðherra og stjórnvöld að bregðast strax við því ófremdarástandi sem upp virðist komið í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd hér á landi. Móta þarf stefnu í málaflokknum. Endurskoða og samræma þarf verkferla og sjá til þess að þeim sé ávallt framfylgt. Endurskoða þarf vinnubrögð Útlendingastofnunar og annarra viðeigandi aðila til þess að tryggja mannúð og mannlega reisn og að mannréttindi fólks á flótta séu virt.

Solaris reyna að vinna í máli Houssin

„Vonandi verður eitthvað meira hægt að gera fyrir drenginn. Sorglegt mál,“ sagði Sema Erla í samtali við DV í kvöld. Brottflutningurinn kom henni í opna skjöldu en samtökin voru að undirbúa stuðning við endurupptökubeiðni Houssin til Útlendingastofnunar. Sema segir:

„Við vorum að undirbúa aðgerðir til stuðnings þess að hann fengi hér vernd þegar við fengum fregnir af því að hann væri farinn úr landi án nokkurs fyrirvara. Við erum að skoða núna hvað við getum gert og munum gera það sem við getum til þess að þrýsta á að honum verði tryggt skjól og hann fái vernd.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hissa á að Zidane sé mættur aftur

Hissa á að Zidane sé mættur aftur
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sífellt fleiri lík finnast á Mount Everest

Sífellt fleiri lík finnast á Mount Everest
Fréttir
Í gær

Steinþór bakari hjólar í Þórarin í IKEA: „Um leið og gagnrýninni sleppir taka við sögur af eigin afrekum“

Steinþór bakari hjólar í Þórarin í IKEA: „Um leið og gagnrýninni sleppir taka við sögur af eigin afrekum“
Fréttir
Í gær

Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna

Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur segir að ungmenni sem nota rafrettur hafi flest reykt eða notað munntóbak

Guðmundur segir að ungmenni sem nota rafrettur hafi flest reykt eða notað munntóbak
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vigdís hneyksluð: „Má snerta mig svona?“

Vigdís hneyksluð: „Má snerta mig svona?“