fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Ólafur segir gagnrýnendur Klaustursþingmannanna kasta steinum úr glerhýsi – „Ofsóttu mig og lögðu í einelti mánuðum og árum saman“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. desember 2018 05:30

Ólafur F. Magnússon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er þakklátur því grandvara fólki, sem nú kemur fórnarlömbum ofbeldis- og drykkjuumræðu til varnar. Þar eru framarlega í fylkingu þeir sömu fjölmiðlamenn, leikarar og stjórnmálamenn, sem opinberlega niðurlægðu mig, ötuðu mig auri, lugu um mig, kröfðu mig um læknisvottorð, lögsóttu mig og lögðu í einelti mánuðum og árum saman.“

Svona hefst pistill eftir Ólaf F. Magnússon, lækni og fyrrverandi borgarstjóra, í Morgunblaðinu í dag þar sem hann gagnrýnir þá fjölmiðlamenn, stjórnmálamenn og leikara sem telja sig nú hafa fundið fólk sem er verra en þeir sjálfir og má skilja orð Ólafs á þann veg að hann telji þetta fólk vera að kasta steinum úr glerhýsi. Hann víkur síðan lítillega að eigin máli.

„Þessi hryllingur stóð yfir allt frá „stóra vottorðsmálinu“, 29. nóvember 2007, þar til lögsókn á hendur mér lauk, 31. ágúst 2013. Að rifja upp allan sorann og ljótyrðin, sem komu fram í skrifum, á blaðamannafundum, í bókunum í borgarráði, Spaugstofuþáttum, áramótaskaupi og Kastljósþáttum, tæki of langan tíma og rými til að unnt sé að gera það í þessari grein. 13. október 2008 birti breska stórblaðið Daily Mail umsögn um mig, byggða á umfjöllun RÚV („Icelandic National TV“), þar sem ég var sagður spilltur stjórnmálamaður, drykkjusjúklingur og furðufugl og væri í taugaáfalli. Já, þeir eru grandvarir fjölmiðlamennirnir, stjórnmálamennirnir og leikararnir, sem nú æpa sig hása og telja sig hafa fundið fólk sem er verra en þeir sjálfir!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð