fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Fréttir

Bára gefur lítið fyrir skýringar Sigmundar Davíðs á selahljóðinu á Klaustri – „Hljóðið var framkallað innanhúss“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. desember 2018 08:16

Bára Halldórsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bára Halldórsdóttir, 42 ára öryrki og fjölskyldukona, stígur fram í forsíðuviðtali Stundarinnar í dag en hún er hinn svonefndi „Marvin“ sem kom hinum umtöluðu leyniupptökum af barnum Klaustri til fjölmiðla. Upptökur sem hafa nánast sett íslenskt samfélag á hliðina. Í viðtali við Stundina segist Bára gefið lítið fyrir skýringar Sigmundar Davíðs á selahljóðinu sem einhver þingmannanna sex gerði til að gera grín að Freyju Haraldsdóttur.

Í viðtalinu segir Bára að hún hafi ekki áttað sig á því fyrr en síðar að þingmennirnir voru að tala um Freyju.

„Þegar ég sá þetta í DV og áttaði mig á þessu þá fór ég í ofboðslegt tilfinningauppnám, fyrst og fremst yfir því að Freyja þyrfti enn og aftur að sitja undir þessu. Þessi selslíking er svo rætin og ljót.“

DV skýrði frá því 29. nóvember að einhver þingmannanna hefði gefið frá sér undarlegt hljóð sem virtist líkjast selshljóði. Sigmundur Davíð hefur vísað þessu á bug og sagt að hljóðið hafi ekki komið frá manneskju. Í símtali við Freyju sagði hann að hljóðið hlyti að hafa verið stóll að hreyfast. Fréttamaður Stöðvar 2 fór á vettvang en reyndist ómögulegt að framkalla samskonar hljóð og heyrðist á upptökunni. Í kjölfarið breyttist skýring Sigmundar yfir í að hljóðið hlyti að hafa komið frá bíl sem var að hemla fyrir utan Klaustur.

„Ég heyrði þetta hljóð og kipptist við. Það er alveg ljóst að þetta hljóð var framkallað innanhúss og það kom úr þeirra átt. Ef þetta var reiðhjól eða bíll að bremsa, þá hlýtur reiðhjólið eða bíllinn að hafa verið inni í herberginu, inni á Klaustri Bar. En ég sá engan bíl og ekkert hjól.“

Segir Bára í Stundinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
Fréttir
Í gær

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt
Fréttir
Í gær

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár
Fréttir
Í gær

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“