fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Persónuupplýsingar íbúa sjáanlegar á vef Reykjavíkurborgar: „Þá hefur eitthvað farið úrskeiðis hjá okkur“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 4. desember 2018 16:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Persónulegar upplýsingar íbúa í Reykjavíkur eru sjáanlegar á vef Reykjavíkurborgar. Á vefnum er hægt að sjá ábendingar sem Reykjavíkurborg hefur fengið frá íbúum síðustu tvær vikur.

Ábendingarnar sem um ræðir eru af margvíslegum toga. Er bæði um að ræða ábendingar sem eru sendar inn í gengum vef borgarinnar og ábendingar sem berast símleiðis í þjónustuver Reykjavíkurborgar, tekið er fram þegar hringt er í þjónustuverið að símtalið sé hljóðritað. Oft er um að ræða stuttar nafnlausar ábendingar þar sem Reykjavíkurborg er bent á bilaðan ljósastaur, holu í götu eða skökk götuskilti. Margar ábendingar eru hins vegar lengri og ítarlegri þar sem íbúi kvittar undir ábendinguna með nafni, símanúmeri og stundum kennitölu. Í lauslegri yfirferð blaðamanns DV yfir gögnin má finna á þriðja tug nafna. Þar er einnig að finna minnst eina kennitölu, í því tilviki var um að ræða íbúa sem hringdi í þjónustuver borgarinnar og tilkynnti að hann hefði keyrt á brunnlok, á vef borgarinnar mátti einnig að finna bílnúmer viðkomandi og símanúmer. Í nokkrum tilfellum er aðeins að finna heimilisföng þess sem kom með ábendinguna. Ekki er hægt að finna ábendingar sem snerta Barnavernd í gögnunum.

Í gögnunum er að finna margar prufur þar sem Hreinn Hreinsson, vefritstjóri Reykjavik.is, er að senda ábendingar til að athuga hvort stofnanir Reykjavíkurborgar, þar á meðal Strætó BS og Orkuveita Reykjavíkur, fái allar ábendingarnar. Samkvæmt þjónustuverinu er einn starfsmaður í fullu starfi við að flokka ábendingar sem berast borginni og koma þeim á rétta aðila.

„Þá hefur eitthvað farið úrskeiðis hjá okkur,“ segir Hreinn Hreinsson vefstjóri í samtali við DV þegar blaðamaður sagði honum fá málinu. Hann sagði að um væri að ræða bilun vegna uppfærslu á vefþjóni. „Það er ekki opið fyrir neinar persónuupplýsingar. Notendur fá sendan link með ábendingunni sinni, það er opið. En þetta á ekki að koma upp í leit.“

Það er hægt að sjá þarna nöfn, heimilisföng og minnst eina kennitölu hjá íbúum sem senda ábendingar.

„Ef að fólk hefur sett það í reiti sem það á ekki að setja í. Þetta er alveg rétt hjá þér. Það eru miklu meiri upplýsingar að finna þarna bak við sem eru ekki birtar. Aftur á móti á þetta ekki að birtast í leitinni þannig að við lagfærum það.“

Hér má sjá nokkur skjáskot af ábendingunum sem bárust borginni, persónuupplýsingar hafa verið útmáðar:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar