fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Biggi lögga kemur Önnu Kolbrúnu til varnar: „Kúgun og ákveðið kynbundið ofbeldi í hennar garð“ – Á að biðja hana afsökunar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 4. desember 2018 18:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn þekkti þjóðfélagsrýnir, Birgir Guðjónsson, Biggi lögga, kemur Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins og eins Klaustursmenninganna sex til varnar í nýjum pistli. Telur Biggi að mjög ósanngjarnt sé að setja Önnu Kolbrúnu undir sama hatt og hina fimm enda hafi framganga hennar verið mun hófstilltari.

Í frétt DV í gær kom fram að Anna Kolbrún var upphafsmanneskjan að því að uppnefna Freyju Haraldsdóttur og kalla hana eyju í stað Freyju. Það gerði hún minnst þrisvar áður en einhver annar rak svo upp selahljóð á staðnum. Þegar annar þingmaður sagði nafn Freyju var Anna Kolbrún snögg til og uppnefndi Freyju sem eyju. Anna Kolbrún situr í Allsherjar og menntamálanefnd, Velferðarnefnd og er formaður jafnréttissjóðs. Sá sjóður var stofnaður árið 2015 í tilefni af 100 ára kosningarafmæli íslenskra kvenna og miðar að því að efla jafnrétti kynjanna. Tveir þingmenn Miðflokksins eru farnir í launalaust leyfi en Anna Kolbrún er að íhuga stöðu sína. Þá var greint frá því í dag að Steingrímur J. Sigfússon hefði borið til baka að Anna Kolbrún hefði haft rangt við þegar hún birti upplýsingar um sig á heimasíðu Alþingis um að hún hefði titlað sig fyrrverandi ritstjóra og þroskaþjálfa. Það skal tekið fram að Eyjan.is hefur birt upplýsingar þar sem Anna Kolbrún titlaði sig þroskaþjálfara þegar hún var í kosningabaráttu árið 2007 þegar hún bauð sig fram í níunda sæti fyrir Framsóknarflokkinn.

Í sumar tók DV ítarlegt viðtal við Önnu Kolbrúnu. Þar lýsti hún sér sem jafnréttisinna í víðum skilningi og femínista. Í Framsóknarflokknum var hún bæði jafnréttisfulltrúi og formaður Landssambands Framsóknarkvenna. Hún hefur verið formaður Jafnréttissjóðs síðan 2016 og á árunum 2013 til 2016 var hún skipaður formaður aðgerðahóps stjórnvalda og aðila vinnumarkaðsins um launajafnrétti á milli kynjanna.

Biggi lögga telur að Anna Kolbrún hafi í raun verið beitt ákveðnu ofbeldi með afar grófu tali hinna þingmannanna:

„Þarna var hún eini kvenmaðurinn í hópi með formanni sínum og fleiri háttsettum mönnum úr flokknum hennar, ásamt öðrum jakkafataklæddum karlmönnum sem voru með kynferðislegar dylgjur, kjaft og mikilmennskutilburði. Það er í raun ekkert annað en kúgun og ákveðið kynbundið ofbeldi í hennar garð.“

Biggi telur framgöngu Önnur Kolbrúnar eftir að málið komst í hámæli líka hafa verið heiðarlegri en hinna:

„Við skulum líka átta okkur á því að Anna Kolbrún var sú fyrsta sem kom fram að einlægni í viðtölum og sagði eðlilegt að íhuga stöðu sína. Ég gat ekki greint neinn hroka eða yfirklór eins og hjá sumum.“

Það á að biðja Önnu Kolbrúnu afsökunar, segir Biggi

Undanfarið hefur DV sagt ítarlegar fréttir af rangri skráningu á menntun Önnu Kolbrúnar á vef Alþingis. Þar er hún sögð vera þroskaþjálfi en hún hefur ekki slík réttindi. Forseti Alþingis, Steingrímur Sigfússon, segir að þau mistök séu ekki Önnu Kolbrúnar. Biggi er ekki sáttur við þennan fréttaflutning:

„Það sem fékk mig til að skrifa þetta núna var síðan þessi útreið sem hún hefur fengið í dag þar sem hún hefur verið vænd um að koma fram með lygar og rangar upplýsingar um fortíð sína. Seinna um daginn kom svo í ljós að það var byggt á misskilningi. Skaðinn er samt skeður og mannorð hennar verulega laskað.“

Biggi endar pistil sinn á því að segja að margir skuldi Önnu Kolbrúnu afsökunarbeiðni. Pistill Bigga er svohljóðandi í heild sinni:

Umræðan um Klaustursmálið er ekki ennþá svona heit vegna einhvers haturs eða hefndarþorsta þjóðarinnar. Hún er svona heit vegna þess að þessi framkoma gekk í alvöru fram af fólki og viðbrögð sumra gerenda hafa bara virkað eins og olía á eld. Hrokablönduð veruleikafirring sem er laus við alla iðrun. Það er að halda umræðunni gangandi, höfum það á hreinu.

Hafandi sagt það þá verð ég samt aftur að nefna eina kvenmanninn í þessum hópi sexmenninga. Ég þekki þessa konu nákvæmlega ekkert og heyrði nafnið hennar held ég bara í fyrsta sinn í þessari umræðu. Ég get ekki annað en litið á hennar stöðu allt öðruvísi en hinna. Þarna var hún eini kvenmaðurinn í hópi með formanni sínum og fleiri háttsettum mönnum úr flokknum hennar, ásamt öðrum jakkafataklæddum karlmönnum sem voru með kynferðislegar dylgjur, kjaft og mikilmennskutilburði. Það er í raun ekkert annað en kúgun og ákveðið kynbundið ofbeldi í hennar garð. Við getum búist við því að kona í þessari aðstöðu að lemji í borðið og segi hingað og ekki lengra. Að sjálfsögðu átti hún samt að gera það og hvað þá að sleppa því að taka undir sumt af því sem var sagt. Hún veit það kvenna best og þarf alltaf að lifa með því. Það er samt fullkomlega ósanngjarnt að setja hana undir sama hatt og hinir við borðið. Við hljótum að geta séð það. Í raun er skömm karlanna enn meiri fyrir að hafa tekið nákvæmlega ekkert tilliti til hennar.

Við skulum líka átta okkur á því að Anna Kolbrún var sú fyrsta sem kom fram að einlægni í viðtölum og sagði eðlilegt að íhuga stöðu sína. Ég gat ekki greint neinn hroka eða yfirklór eins og hjá sumum. Það sem fékk mig til að skrifa þetta núna var síðan þessi útreið sem hún hefur fengið í dag þar sem hún hefur verið vænd um að koma fram með lygar og rangar upplýsingar um fortíð sína. Seinna um daginn kom svo í ljós að það var byggt á misskilningi. Skaðinn er samt skeður og mannorð hennar verulega laskað.

Á meðan sumir þingmenn grafa sína gröf með kjánalegum afsökunum og yfirklóri þá er fullkomlega eðlilegt að umræðan um þetta mál haldi áfram. Það er í raun nauðsynlegt. Þessi framkoma var óafsakanleg með öllu. Við verðum samt að vera sanngjörn. Mér finnst framkoman í garð Önnu Kolbrúnar ekki sanngjörn. Ég held að hún eigi inni afsökunarbeiðni frá mörgum. Þeir fimm sem voru með henni á barnum eiga að sjálfsögðu að byrja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar