fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Þórður Snær svarar Ólafi fullum hálsi: „Tóm steypa“ – „Ómerkileg og meiðandi“ kenning úr „hyldýpum Moggabloggara“

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 20. desember 2018 11:28

Þórður Snær Júlíusson og Ólafur Arnarson. Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, svarar Ólafi Arnarsyni, fyrrverandi formanni Neytendasamtakanna, fullum hálsi og vísar öllum ásökunum hans um hræsni og blekkingum á bug.

Sjá einnig: Ólafur hjólar í Þórð Snæ: „Vísvitandi blekkingum er beitt til að auglýsa bók“

Þórður Snær svarar Ólafur í nokkrum liðum í færslu á Facebook. Hann byrjar á að vitna í bókina sína Kaupthinking – Bankinn sem átti sig sjálfur, þar kom fram að við húsleit hafi fundist skjal sem Gunnar Steinn Pálsson almannatengill hafi unnið fyrir stærstu eigendur Kaupþings um að ræsa út bloggher til varnar Kaupþingsmönnum, einn af bloggurunum hafi verið Ólafur sem skrifaði á Pressuna ásamt tveimur bókum.

Ólafur gagnrýndi bókina harðlega fyrir skort á heimilda- og nafnaskrá, varðandi þá gagnrýni segir Þórður Snær að það hafi ekki gefist tími fyrir nafnaskrá: „Hin gagnrýnin er hins vegar kostuleg og ljóst að Ólafur hefur ekki lesið mikið af „current affairs“ bókum sem skrifaðar eru af blaðamönnum alþjóðlega. Þær eru að uppistöðu skrifaðar eins og blaðamannatexti, með vísun í heimildir innan texta, án heimildaskráa og neðanmálsgreina. Það gerir bækurnar læsilegri og líklegri til að ná til víðari lesendahóps án þess að gefa nokkurn afslátt á faglegheitum.“

Stendur við fullyrðingar um Björn Inga

Varðandi skrif sín um Björn Inga Hrafnsson og Viljann.is segir Þórður Snær að hann standi við fullyrðingar sínar fullum fetum: „Sá sem stendur að baki þeim miðli byggði upp stórt fjölmiðlaveldi á árunum 2009 til 2017 fyrir peninga sem ekki hefur verið gerð grein fyrir hvaða komu og fékk að taka himinhá ólög­leg lán hjá hinu opin­bera og almenn­ing með því að skila ekki líf­eyr­is­sjóðs-, stétt­ar­fé­lags-, með­lags- eða skatt­greiðslum til þartil­bærra aðila árum saman með gíf­ur­lega nei­kvæðum áhrifum á getu heið­ar­legra fyr­ir­tækja í sama geira til að reka sig. Hann hefur verið kærður fyrir fjársvik, ásakaður um að hóta fólki umfjöllun léti það hann ekki hafa meiri pening, gortað sig af því að vera að reyna að „klastra saman ríkisstjórn“ og reynt að borga kröfuhöfum sínum í steikum frá steikhúsi sem fór síðar í 137 milljóna króna gjaldþrot. Enn er verið að vinna úr þessari súpu, meðal annars með riftun á ráðstöfun á fjármunum upp á samtals 400 milljónir króna.“

Brást við eins afgerandi og hægt var

Í gagnrýni sína á Al-Thani málið þá segir Þórður Snær það „tóma steypu“ að það hafi ekki verið greint frá þætti Halldórs Bjarkar Lúðvígssonar í málinu: „Eina efnislega gagnrýni Ólafs á það sem stendur í bókinni, er því röng. Það sem hann segir að sé ekki fjallað er um er fjallað um. Og því verður að álykta að Ólafur hafi einfaldlega ekki lesið bókina eða sé vísvitandi að setja fram rangar athugasemdir. Ég ætla ekki að ráða í hvort sé.“

Ólafur sagði að Kjarninn hefði þaggað niður þátt eins eiganda Kjarnans, Vilhjálms Þorsteinssonar, fjárfestis og fyrrverandi gjaldkera, í Panamaskjölunum. „Þessari ávirðingu, sem er ofarlega í leikbók svona manna sem vilja endurtaka steypu nægilega oft í þeirri von að hún festist og dugi til að draga úr trúverðugleika Kjarnans, er auðvelt að svara. Kjarninn greindi fyrstu miðla frá málinu og brást samstundis við á eins afgerandi hátt og hægt var.

Ótrúlega ómerkilegt og meiðandi

Þórður Snær segir fullyrðingar um að Kjarninn hafi þaggað niður mál Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, vera „ótrúlega ómerkileg og meiðandi“, kenningu sem „ hingað til hefur bara fengið að grassera í helstu hyldýpum Moggabloggara.“. Um það segir Þórður Snær:

„Nú ætla ég að vanda mig í orðavali, og vera mjög skýr. Í fyrsta lagi er það alltaf þolenda að ákveða í hvaða farveg brot gegn þeim fara. Fjölmiðill, eða stjórnendur fjölmiðils, geta aldrei tekið þá ákvörðun fyrir þolendur. Um það snýst m.a. Metoo. Að það sé hægt að segja frá, að viðkomandi sé trúað og að þolendur ráði því hvernig slík mál séu framsett.“

Hann segir svo að lokum:

„Það sem stjórnendur fyrirtækja þolenda sem verða fyrir áreitni eða annars konar ofbeldi geta og eiga að gera er hins vegar að styðja þá þolendur að öllu leyti. Það höfum við gert í því máli sem hann vísar til. Allir aðrir hagsmunir eru aukaatriði þegar þannig háttar. Og erum þar að auki augljóslega vanhæf til að fjalla efnislega um málið í fréttaskrifum. Þetta kallar hann þöggun. Í veruleika Ólafs hefði Kjarninn – eða karlkyns stjórnendur hans – átt að taka atburðarásina úr höndum þolanda með valdi og búa til fréttir úr henni. Annað sé skinhelgi og hræsni. Ég fyrir mitt leyti vill frekar búa í mínum veruleika en veruleika Ólafs.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd