fbpx
Föstudagur 10.maí 2024
Fréttir

Ólafur hjólar í Þórð Snæ: „Vísvitandi blekkingum er beitt til að auglýsa bók“

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 20. desember 2018 10:05

F.v. Björn Ingi Hrafnsson, Hreiðar Már Sigurðsson, Ólafur Arnarson, Þórður Snær Júlíusson, Vilhjálmur Þorsteinsson og Ágúst Ólafur Ágústsson. Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Arnarson, hagfræðingur og fyrrverandi formaður Neytendasamtakana, sakar Þórð Snæ Júlíusson, ritstjóra Kjarnans og höfund bókarinnar Kaupthinking, um hræsni og vísvitandi blekkingar.

Í grein sem Ólafur skrifar í Fréttablaðið í dag segir Ólafur að Þórður Snær hafi í skrifum á Kjarnanum gefið til kynna að þeir sem hafi verið í Panamaskjölunum hafi „stundað ólögmæt og/eða ósiðleg viðskipti“ og að í skrifum Kjarnans hafi vandlæting umvafið alla Sjálfstæðismenn sem þar voru að finna:

„Minna hefur farið fyrir hneykslan og dómhörku í garð þess manns, sem virðist hafa vafið utan um sig flóknasta vef eignarhaldsfélaga, sem nokkur Íslendingur hefur sett upp, og er þá til nokkurs jafnað. Sá reyndist vera einn stærsti hluthafi Kjarnans auk þess að gegna trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna,“ segir Ólafur og vísar til Vilhjálms Þorsteinssonar, fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar. Eyjan greindi fyrst frá því að Vilhjálmur væri í Panamaskjölunum, neitaði hann því staðfastlega, þegar sannleikurinn kom svo í ljós þá sagði hann sig frá trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og úr stjórn Kjarnans. Fjallað var ítarlega um málið á RÚV á sínum tíma. Ólafur gefur Kjarnanum falleinkunn fyrir að skoða ekki tilgang flókins nets eignarhaldsfélaga Vilhjálms: „Þögnin er ærandi,“ segir Ólafur.

Illskiljanleg sjálfumgleði

Um bókina Kaupthinking vísar Ólafur í bókadóm Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sagði hann bókina „yfirborðskennda“ og „einhliða“: „Við lestur bókarinnar vekur sérstaka athygli hve gríðarlega ánægður höfundurinn er með sjálfan sig. Sjálfumgleðin er samt fremur illskiljanleg því seint verður bókin sögð fagmannlega unnin. Í henni er ekki ein einasta neðanmálsgrein, auk þess sem í henni er hvorki að finna heimilda- né nafnaskrá, sem hlýtur að vera lágmarkskrafa til bóka af þessu tagi. Ætla má að gerðar séu ríkari kröfur til heimilda við ritgerðarsmíð í yngri bekkjum grunnskóla en ritstjóri Kjarnans og útgefandi hans gera til bókarinnar,“ segir Ólafur.

Sjá einnig: „Dálítið eins og að skrifa umfjöllun um örbylgjuofn en láta fyrirsögn og niðurlag fjalla um húðkrem“

Fjallað er um Ólaf sjálfan í bókinni, er sagt að hann hafi gengið erinda Kaupþingsmanna í skrifum sínum á Pressunni, er einnig gefið til kynna að Pressan, sem þá var í eigu Björns Inga Hrafnssonar, hafi verið sett á laggirnar til þess að koma málsvörn Kaupþingsmanna til skila til almennings. Ólafur segir Þórð Snæ hafa dásamað miðilinn sinn fyrir heiðarleika en á sama tíma sáð fræjum tortryggni í garð annarra fjölmiðla: „Ekki hefur hann veigrað sér við að sá tortryggni í garð annarra veffjölmiðla, eins og nýleg ummæli hans um nýjan vef Björns Inga Hrafnssonar, viljinn.is, eru skýrt dæmi um. Lét hann að því liggja að eitthvað annað lægi að baki miðli Björns Inga en heiðarleiki og viljinn til þess að upplýsa almenning.“

Sannleikurinn hefði skemmt góða sögu

Ólafur viðurkennir að hann sé tengdur Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrum forstjóra Kaupþings, vináttu og fjölskyldutengslum, þess vegna hafi hann fylgst vel með málinu. Hreiðar Már fékk 5½ árs fangelsisdóm fyrir umboðssvik í málinu. Ólafur segir að starfsmaður Kaupþings hafi staðið að baki viðskiptunum án vitundar stjórnenda og selt eigin hlutabréf fyrir hrun: „Skýrari verða vart innherjasvik. En, þarna hefði sannleikurinn vitanlega skemmt góða sögu og getað dregið úr sölu bókarinnar. Virðingin fyrir sannleikanum virðist ekki meiri en svo, að vísvitandi blekkingum er beitt til að auglýsa bók og auka sölu á henni – bók sem tæpast þætti boðleg sem heimildaritgerð í grunnskóla.“

„Lénið hraesni.is ku vera laust“

Að lokum beinir Ólafur spjótum sínum að máli Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem áreitti blaðamann Kjarnans á skrifstofum miðilsins í sumar. Ágúst Ólafur, sem átti eitt sinn hlut í Kjarnanum, er nú í leyfi frá þingstörfum vegna málsins í kjölfar niðurstöðu trúnaðarnefndar flokksins:

„En hver voru viðbrögðin þegar fyrrverandi eigandi og stjórnarmaður Kjarnans, og alþingismaður Samfylkingarinnar, braut kynferðislega gegn ungum blaðamanni vefsíðunnar í gleðskap inni á ritstjórnarskrifstofum fjölmiðilsins. Jú, þöggun. Lesendur voru ekki upplýstir, lögreglan var ekki upplýst, en málið var sent á nýstofnaða „trúnaðarnefnd“ Samfylkingarinnar, sem í orði kveðnu er óháð flokknum og einstaklingum innan hans, en er samt eingöngu skipuð fólki, sem gegnt hefur trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Í marga mánuði þagði Kjarninn um alvarlega háttsemi þingmannsins og vart þarf að efast um að ærandi þögnin bergmálaði enn ef ekki hefði verið fyrir Klaustursmálið. Vafasamt er, að til séu augljósari dæmi um skinhelgi og hræsni fjölmiðils. Lénið hraesni.is ku vera laust – eitthvað til umhugsunar fyrir forráðamenn Kjarnans.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskur flugdólgur um borð í vél frá Play handtekinn í Alicante

Íslenskur flugdólgur um borð í vél frá Play handtekinn í Alicante
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óli Palli ætlar ekki að horfa á Eurovision – Ísrael sé „hræðilegasta hrekkjusvín í öllum heiminum“

Óli Palli ætlar ekki að horfa á Eurovision – Ísrael sé „hræðilegasta hrekkjusvín í öllum heiminum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“