fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
Fréttir

Eldur kom upp í húsi á Hvammstanga – Mikil mildi að engan sakaði

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 14. desember 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvammstangabúar voru minntir heldur hressilega á mikilvægi reykskynjara og slökkvitækja síðastliðinn þriðjudag þegar eldur kviknaði í húsi við Höfðabraut á Hvammstanga. Trölli.is greindi frá.

Eldurinn kom upp á neðri hæð hússins og er talið að hann hafi kviknað út frá rafmagni í bílskúr.

Ungt par býr í húsinu með lítið barn og þykir mikil mildi að fólkið var heima þegar eldurinn kviknaði, en aðeins mátti muna mínútum að húsið yrði alelda. Svo varð þó ekki og tókst slökkviliði að ráða niðurlögum eldsins. Engan sakaði.

„Ég minni fólk á það að spara ekki í reykskynjurunum og slökkvitækjum,“ segir Elísabet Eir Steinbjörnsdóttir, sem bjó í húsinu ásamt fjölskyldu sinni.

Reykskynjarar seldust upp á augabragði á Hvammstanga eftir atvikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Dularfullt mál í Fellabæ – Búið að skera hring í rúðuna – „Þetta er stór undarlegt“

Dularfullt mál í Fellabæ – Búið að skera hring í rúðuna – „Þetta er stór undarlegt“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segist ekki vilja leyniþjónustu á Íslandi

Segist ekki vilja leyniþjónustu á Íslandi