fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Yfir 50 karlmenn grunaðir um að hafa greitt fyrir kynlíf með fatlaðri konu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 12. desember 2018 18:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grunur leikur á að um eða yfir fimmtíu karlmenn hafi greitt fyrir kynlíf með fatlaðri konu sem leitaði til miðstöðvar fólks sem orðið hefur fyrir ofbeldi. Greint var frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2.  Konan leitaði til Bjarkarhlíðar sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Hefur Bjarkarhlíð sett málið í farveg sakamáls og verður það sent til lögreglu á næstu dögum. Ragna Björg Guðbrandsdóttir er verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð og segir hún að málið sé gríðarlega umfangsmikið. Milli 50 og 60 karlmenn hafi keypt vændi af konunni yfir nokkurra mánaða tímabil. Hafi þeir flestir komist í kynni við hana í gegnum samfélagsmiðla.

Ragna segir málið mjög alvarlegt. Hún segir jafnfarmt að fatlað fólk og fólk með þroskaskerðingu sé oft mjög útsett fyrir ofbeldi. Er þetta alls ekki í fyrsta sinn sem fötluð manneskja leitar til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis sem hún hefur orðið fyrir. Sumar kvennanna sem leiti til Bjarkarhlíðar hafi farið út í vændi sem afleiðingu af ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Ragna sagði jafnframt að Bjarkarhlíð hlúi að umræddri konu og gæti öryggis hennar.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Grimmd öldunga í Kringlunni – Þórgný brugðið: „Kölluðu hann öllum illum nöfnum“

Grimmd öldunga í Kringlunni – Þórgný brugðið: „Kölluðu hann öllum illum nöfnum“
Fréttir
Í gær

Sturluð græðgi í Kópavogi: „Hvers konar manneskja ertu að leigja þetta?“

Sturluð græðgi í Kópavogi: „Hvers konar manneskja ertu að leigja þetta?“
Fréttir
Í gær

Veitingastaðurinn Þrír frakkar lækkaði verðið um 30% – Gestunum fjölgaði um 30% – Kenning Þórarins í IKEA hefur sannað sig

Veitingastaðurinn Þrír frakkar lækkaði verðið um 30% – Gestunum fjölgaði um 30% – Kenning Þórarins í IKEA hefur sannað sig
Fréttir
Í gær

Óskað eftir brjóstamjólk að gjöf fyrir veikt barn í Reykjavík – Er þetta blekking ein? Vaxtaræktarfólk og lyftingafólk sækir í brjóstamjólk

Óskað eftir brjóstamjólk að gjöf fyrir veikt barn í Reykjavík – Er þetta blekking ein? Vaxtaræktarfólk og lyftingafólk sækir í brjóstamjólk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur tekinn með amfetamínbasa: Situr í gæsluvarðhaldi

Íslendingur tekinn með amfetamínbasa: Situr í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir á sjúkrahús eftir bílveltu

Tveir á sjúkrahús eftir bílveltu