fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Lögmaður telur að Bára eigi að mæta en neita að tjá sig – Skapar ekkert „Matlock-móment“ að hún var rangfeðruð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 12. desember 2018 16:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef ég væri hennar lögmaður myndi ég segja henni að mæta, af því að hún er boðuð, en neita að svara spurningum sem snúa að henni sjálfri (spurningum sem kynnu að fella á hana sök),“ segir Ómar R. Valdimarsson lögmaður um mál uppljóstrarans Báru Halldórsdóttur í stuttu spjalli við DV. Að mati lögmannsins ber Báru engin skylda til að tjá sig um málavöxtu og það væri heldur ekki skynsamlegt fyrir hana.

Eins og fram hefur komið í fréttum hefur Bára verið boðuð til þinghalds í Héraðsdómi á mánudaginn en hún hefur ekki verið ákærð. Um er að ræða vitnamál þar sem gögnum og vitnisburði er safnað og síðan er lagt mat á hvort sækja skuli til saka. Þessi málatilbúnaður kemur í kjölfar þess að fjórir af þeim sex þingmönnum sem sátu að sumbli á barnum Klaustur, þ.e. þingmenn Miðflokksins, hafa sent beiðni til Persónuverndar þess efnis að stofnunin beiti Báru stjórnvaldssekt og nú er í undirbúningi höfðun einkamáls á hendur henni.

Ómar fer yfir málið í pistli á vef Mannlífs þar sem hann bendir á að óeðlilegt sé að Bára beri vitni í máli gegn sjálfri sér:

Á meðal þess sem fram hefur komið er að Bára geti ekki orðið vitni í máli gegn sjálfri sér. Það er auðvitað rétt, enda gefa aðilar í dómsmálum (stefnandi og stefndi) alla jafna ekki vitnaskýrslur heldur svokallaðar aðilaskýrslur. Þegar aðilar gefa skýrslur sínar fyrir dómi þurfa þeir svo ekki að fella á sig sök, sem er á meðal réttinda sem finna má í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Aðilar í málum geta skorast undan að gefa aðilaskýrslur, en það geta vitni alla jafna ekki, nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum (t.d. makar eða börn þeirra sem deila í málinu).

Í ljósi framangreinds og alls þess sem fram hefur komið í málinu, að það kynni að vera skynsamlegt fyrir Báru að mæta fyrir dóminn en neita að öðru leyti að tjá sig um efni og atriði máls.

Ómar bendir jafnframt á að það breyti engu þó að Bára hafi verið rangfeðruð í boðuninni frá Héraðsdómi en í bréfinu var hún ávörpuð Bára Guðmundsdóttir:

Íslenskir dómstólar líta alla jafna á efni umfram form og það býr ekki til neitt Matlock-móment að Bára hafi fyrir handvömm verið kölluð Guðmundsdóttir en ekki Halldórsdóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar