fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Aleksandr er verkamaður í byggingarvinnu og spilar rússnesk ástarlög: „Ég þrái konu sem elskar mig“

Auður Ösp
Mánudaginn 10. desember 2018 22:00

Aleksandr Trofimenko. Ljósmynd/Facebooksíða átaksins Fólkið í Eflingu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég spila á gítar, og syng rússnesk dægurlög og ástarsöngva, en hérna á Íslandi hef ég engan til þess að spila ástarlögin fyrir. Ég spila einn heima fyrir sjálfan mig á kvöldin,“ segir Aleksandr Trofimenko en hann kemur frá Lettlandi og hefur búið hérlendis síðastliðin tíu ár. Árið 2008 missti hann bæði vinnuna og fjölskyldu sína og hefur hann verið einn síðan þá.

Aleksandr segir sögu sína í tengslum við átakið Fólkið í Eflingu en hann vann á gröfu í Lettlandi áður en hann kom til Íslands árið 2008. Hann vann á gröfu fyrstu átta mánuðina, en svo skall kreppan á, erlendir verkamenn misstu vinnuna og Aleksandr var þar á meðal. Flestir sneru aftur heim.

„En ekki ég. Ég hafði jú misst vinnuna en á sama tíma missti ég líka fjölskylduna mína, en konan heima í Lettlandi vildi skilja, eftir það hafði ég ekkert að hverfa aftur til og hjarta mitt brotnaði.

Aleksandr vann um tíma hjá manni sem var í búðar og veitingahúsarekstri en fyrir sex árum réð hann sig í í verkamannavinnu hjá byggingafyrirtæki. Hann hefur verið þar síðan og starfar í dag sem almennur verkamaður.

Hann viðurkennir að vera einmana og saknar hann þess að eiga ekki lífsförunaut.

„Mér finnst trist að fara í vinnuna og þaðan í ræktina og fara síðan heim í íbúð þar sem engin tekur á móti mér. Þess vegna vil ég helst dvelja sem lengst í vinnunni. Ég þrái konu sem elskar mig.

Ég hef ekki verið heppinn, en núna ætla ég að vera heppinn, og núna hef ég eignast vinkonu í Lettlandi sem er þessum góðu kostum gædd og ég mun heimsækja hana í janúar þegar fargjöldin lækka og syngja og spila fyrir hana rússnesk ástarljóð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar