fbpx
Fimmtudagur 20.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Úttekt á Klaustursmönnum: Sigmundur dýrastur, Gunnar Bragi skrópar í atkvæðagreiðslum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 9. desember 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir sexmenningarnir sem sátu að sumbli á Klaustri bar sitja áfram á Alþingi. Upptaka af ósmekklegu samtali hópsins hefur sett þjóðfélagið á hliðina undanfarna viku og hafa stærstu fjölmiðlar heims fjallað um hneykslið. Ekki er ljóst hverjar endanlegar afleiðingar málsins verða. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingkona flokksins, ætla að sitja sem fastast á þingi. Samherjar þeirra, Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, eru farnir í leyfi og óvíst er hvort eða hvenær þeir mæta aftur til starfa. Þá var Karli Gauta Hjaltasyni og Ólafi Ísleifssyni, þingmönnum Flokks fólksins, vísað úr flokknum og eru núna munaðarlausir.

DV tók saman snarpa tölfræðiúttekt á störfum sexmenninganna á Alþingi á þessu kjörtímabili. Heimildir eru sóttar á vef Alþingis.

Sigmundur Davíð í tölum

Laun og kostnaður 2018
Laun: 10.402.210
Álag á þingfararkaup: 5.505.970
Húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðsla: 1.297.115
Fastur ferðakostnaður í kjördæmi: 283.389
Fastur starfskostnaður: 377.852
Ferðakostnaður innanlands: 244.944
Ferðakostnaður utanlands: 600.833
Síma- og netkostnaður: 158.124
Samtals: 18.870.437 krónur
– Hefur stigið 26 sinnum í ræðustól Alþingis og talað samtals í 1,5 klukkustundir.
– Sigmundur var fyrsti flutningsmaður laga um að Alþingi væri með skipulagsvald á Alþingissvæðinu. Hann hefur verið níu sinnum meðflutningsmaður lagafrumvarpa.
– Hefur lagt fram sautján fyrirspurnir til ráðherra.
– Af 191 atkvæðagreiðslu sem Sigmundur átti að sækja hefur hann 93 sinnum sagt já, 26 sinnum nei, setið hjá í 50 skipti. Tuttugu og tvisvar sinnum hefur hann verið fjarverandi.
– Sigmundur á sæti í efnahags- og viðskiptanefnd. Hann hefur mætt á tíu fundi af átján, sem gerir 55% mætingu.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Anna Kolbrún í tölum:

Laun og kostnaður 2018
Laun: 11.011.940
Húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðsla: 1.340.410
Fastur ferðakostnaður í kjördæmi: 300.000
Fastur starfskostnaður: 400.000
Ferðakostnaður innanlands: 2.573.089
Ferðakostnaður utanlands: 667.427
Síma- og netkostnaður: 159.797
Samtals: 16.452.663
– Hefur stigið 33 sinnum í ræðustól Alþingis og talað samtals í 1,2 klukkustundir.
– Anna Kolbrún var fyrsti flutningsmaður laga um stofnun lagaráðs Alþingis sem hafi það hlutverk að samræma reglur um samningu lagafrumvarpa og annan undirbúning löggjafarmála. Hún hefur verið meðflutningsmaður sautján annarra lagafrumvarpa.
– Hefur lagt fram fimmtán fyrirspurnir til ráðherra.
– Af 193 atkvæðagreiðslum sem Anna Kolbrún hefur átt að taka þátt í þá hefur hún 99 sinnum sagt já, 29 sinnum nei og 53 sinnum setið hjá. Tólf sinnum hún verið fjarverandi.
– Anna Kolbrún á sæti í allsherjar- og menntamálanefnd og velferðarnefnd. Hún hefur mætt á 15 fundi af 18 hjá fyrri nefndinni og 13 fundi af fimmtán hjá hinni síðarnefndu. Það gerir 85% mætingu.

Anna Kolbrún Árnadóttir

Gunnar Bragi í tölum:

Laun og kostnaður 2018
Laun: 10.656.255
Húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðsla: 613.150
Álag á þingfararkaup (þingflokksformaður): 1.598.493
Fastur ferðakostnaður í kjördæmi: 287.541
Fastur starfskostnaður: 387.080
Ferðakostnaður innanlands: 57.847
Ferðakostnaður utanlands: 967.450
Síma- og netkostnaður: 0
Samtals: 14.567.816
– Hefur stigið 54 sinnum í ræðustól Alþingis og talað samtals í 2,7 klukkustundir.
– Hefur ekki enn verið fyrsti flutningsmaður frumvarps á þessu þingi en verið meðflutningsmaður ellefu frumvarpa.
– Hefur lagt fram fimm fyrirspurnir til ráðherra
– Af 159 atkvæðagreiðslum sem Gunnar Bragi hefur átt að taka þátt í þá hefur hann fjórum sinnum sagt já, einu sinni nei og 154 sinnum verið fjarverandi. Tólf sinnum hefur hann tilkynnt fjarvistina fyrirfram.
– Gunnar Bragi situr í utanríkismálanefnd. Hann er með 100% mætingu á sex fundum nefndarinnar.

Gunnar Bragi Sveinsson

 

Bergþór í tölum:

Laun og kostnaður 2018
Laun: 10.656.255
Húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðsla: 613.150
Álag á þingfararkaup (þingflokksformaður): 1.598.493
Fastur ferðakostnaður í kjördæmi: 287.541
Fastur starfskostnaður: 387.080
Ferðakostnaður innanlands: 57.847
Ferðakostnaður utanlands: 967.450
Síma- og netkostnaður: 0
Samtals: 14.567.816
– Hefur stigið 22 sinnum í ræðustól Alþingis og talað samtals í 1,2 klukkustundir.
– Hefur ekki enn verið fyrsti flutningsmaður frumvarps á þessu þingi. Hefur verið meðflutningsmaður tíu frumvarpa.
– Hefur lagt fram þrjár fyrirspurnir til ráðherra.
– Af 159 atkvæðagreiðslum sem Bergþór átti að taka þátt í hefur hann 76 sinnum sagt já, 28 sinnum nei, 36 sinnum setið hjá. Hann hefur 19 sinnum verið fjarverandi en aðeins tilkynnt forföll í tíu skipti.
– Bergþór er formaður umhverfis- og samgöngunefndar. Af sextán fundum hefur hann mætt tólf sinnum sem gerir 75% mætingu. Hann hefur einu sinni skrópað, einu sinni tilkynnt forföll og tvisvar kallað til varamann.

Bergþór Ólason

 

Karl Gauti í tölum: 

Laun og kostnaður 2018
Laun: 11.011.940
Húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðsla: 1.340.410
Fastur ferðakostnaður í kjördæmi: 300.000
Endurgreiddur- og fastur starfskostnaður: 400.000
Ferðakostnaður innanlands: 836.050
Síma- og netkostnaður: 63.284
Samtals: 13.951.684
– Hefur stigið 47 sinnum í ræðustól Alþingis og talað samtals í 3,1 klukkustund.
– Hefur lagt fram tvö frumvörp, annars vegar að Náttúruhamfaratrygging Íslands vátryggi gegn tjóni vegna skýstróka og frumvarp um að þjóðferjuleiðum verði bætt við skilgreiningu vegalaga á þjóðvegum. Hann hefur verið meðflutningsmaður á einu frumvarpi.
– Hefur lagt fram þrettán fyrirspurnir til ráðherra.
– Af 193 atkvæðagreiðslum hefur Karl Gauti 85 sinnum sagt já, 18 sinnum nei, en 90 sinnum ekki greitt atkvæði.
– Situr í umhverfis- og samgöngunefnd. Af sextán fundum hefur Karl Gauti mætt þrettán sinnum sem er 81% mæting. Hann hefur tvisvar skrópað og einu sinni tilkynnt forföll.

Karl Gauti Hjaltason

Ólafur Ísleifsson í tölum:

Laun og kostnaður 2018
Laun: 11.011.940
Álag á þingfararkaup (þingflokksformaður): 1.651.790
Fastur ferðakostnaður í kjördæmi: 300.000
Endurgreiddur- og fastur starfskostnaður: 400.000
Ferðakostnaður innanlands: 44.080
Ferðakostnaður utanlands: 963.446
Síma- og netkostnaður: 229.480
Samtals: 14.600.736
– Hefur stigið 81 sinni í ræðustól Alþingis og talað samtals í 5,7 klukkustundir.
– Hefur verið fyrsti flutningsmaður þriggja frumvarpa. Að eftirstöðvar fasteignalána falli niður í kjölfar nauðungarsölu, að Framkvæmdasjóði aldraðra sé tryggt fé til bygginga og að verðtryggð lán með veði í íbúðarhúsnæði verði breytt þannig að áhrif á breytingar á óbeinum sköttum og verði á húsnæði verði felld út úr vísitöluútreikningunum sem liggur til grundvallar. Hefur verið meðflutningsmaður tíu frumvarpa.
– Hefur lagt fram fjórtán fyrirspurnir til ráðherra.
– Af 193 atkvæðagreiðslum hefur Ólafur 89 sinnum sagt já, 18 sinnum nei, en 79 sinnum setið hjá. Þá hefur hann verið fjarverandi sjö sinnum.
– Situr í fjárlaganefnd. Af 25 fundum hefur Ólafur mætt 22 sinnum, sem er 88% mæting. tvisvar sinnum hefur hann kallað til varamann og einu sinni verið fjarverandi vegna þingstarfa.

Ólafur Ísleifsson

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Íslenski tannlæknirinn sem hvarf í Hollandi vann hjá Heimi Hallgrímssyni í fyrra

Íslenski tannlæknirinn sem hvarf í Hollandi vann hjá Heimi Hallgrímssyni í fyrra
Fréttir
Í gær

Kennari liggur undir þungu ámæli vegna skrifa um nemendur: Segir íslenska grunnskólanemendur beita ofbeldi og fölskum ásökunum

Kennari liggur undir þungu ámæli vegna skrifa um nemendur: Segir íslenska grunnskólanemendur beita ofbeldi og fölskum ásökunum
Fréttir
Í gær

Þremenningunum sleppt úr haldi: Rannsókn sögð miða vel – Fíkniefnamisferli og peningaþvætti

Þremenningunum sleppt úr haldi: Rannsókn sögð miða vel – Fíkniefnamisferli og peningaþvætti
Fréttir
Í gær

Ung hjón unnu rúmar 30 milljónir um helgina: „Þau ætla að byrja á að fagna útskrift“

Ung hjón unnu rúmar 30 milljónir um helgina: „Þau ætla að byrja á að fagna útskrift“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskir þjóðernissinnar hjóla í fjallkonuna: „Þessi kona er amerísk og á að vera stolt af því“

Íslenskir þjóðernissinnar hjóla í fjallkonuna: „Þessi kona er amerísk og á að vera stolt af því“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gróðureldar geta breiðst út í Reykjavík og skapað mikla hættu

Gróðureldar geta breiðst út í Reykjavík og skapað mikla hættu