fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Grófu slúðri um grunnskólanema dreift nafnlaust – „Hóra… og andjoks svo ogeðsleg“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 7. desember 2018 13:10

Samsett mynd/Pixabay/Skjáskot af Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörg dæmi eru um að börn í grunnskólum hér á landi noti samskiptamiðilinn Instagram til þess að dreifa slúðri um hvort annað. DV hefur undir höndum skjáskot þar sem verið er að tala um kynlíf 14 ára barna. Samkvæmt heimildum DV eru foreldrar og skólayfirvöld víða um land að takast á við slíkar slúðursíður. Síðurnar sem um ræðir eru nafnlausar og auglýsa eftir slúðri frá grunnskólanemum, síðurnar eru margar og er því oftast óskað eftir slúðri úr tilteknum skólum. Grunnskólanemar geta þá sent inn slúður, satt eða ekki, og látið það birtast án þess að það sé hægt að rekja það beint til þeirra.

Ein stærsta, ef ekki stærsta slúðursíða landsins á Instagram var með yfir 2.500 fylgjendur. Skjáskot af Instagram.
Blaðamaður DV bað um aðgang að einni slúðursíðunni, stuttu síðar var búið að breyta nafninu í „ekki_til_leingur_“.

Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra, segir í samtali við DV að svona mál komi reglulega upp í skólum. „Það er fátt nýtt undir sólinni í þessum efnum, netið og samfélagsmiðlar eru af og til notaðir í misgáfulegum tilgangi.“

Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimili og skóli – landssamtök foreldra.

Í sumum tilfellum lenda svona mál  inni á borðum skólanna sem hafa þá oft samband við foreldra. „Börn eða foreldrar sem verða vör við svona geta haft samband við skólann sem getur þá haft samband við foreldra barna í skólanum og gert þeim viðvart. Við höfum séð það gert þegar svona mál koma upp, hvort sem það er Snapchat eða Instagram, að kennarar senda t.d. póst til foreldra og tilkynna að þeir hafi frétt af svona máli. Þá geta foreldrar rætt þetta við börnin sín og brýnt fyrir þeim að sýna aðgát og virðingu í samskiptum á netinu . Það þarf alltaf að tækla svona mál af skynsemi og reyna að fá krakka til að setja sig í spor annarra. Svo eru dæmi um að börn séu alltof ung til að vera á samfélagsmiðlum og þá er það foreldranna að grípa inn í.“

Börn allt niður í 13 ára aldur eru nafngreind á umræddum slúðursíðum, oft fylgja með hlekkir á þeirra persónulegu síður. Skjáskot af Instagram.

Starfsmenn Heimilis og skóla og  SAFT hafa heimsótt marga skóla og rætt við fjölda nemenda um bætta og öruggari notkun á netinu, hún ítrekar að hegðun af þessu tagi sé ekki landlæg meðal ungmenna þrátt fyrir að svona mál komi upp . „Krakkar vita alveg að það á ekki að gera svona, en stundum gleyma þau sér í hita leiksins eða réttlæta hegðunina með einhverju móti. Börn og unglingar eru upp til hópa mjög skynsöm og meðvituð um hvað má og hvað ekki á netinu Við förum í alla sjöttu bekki með fræðslu og þau eru dugleg að tala um net- og snjalltækjanotkun, velta vöngum og koma með dæmi,“ segir Hrefna.

Skjáskotin sem DV hefur undir höndum eru flest mjög gróf, börn allt niður í 13 ára aldur eru nafngreind og talað um að þau séu að stunda kynlíf. Oft fylgja með hlekkir á persónulegar síður þolenda. Í einu skjáskotinu er merkt við unga stúlku og sagt: „[Nafn] er hóra og er alltaf að flexa instagram og hun er andjoks svo ogedsleg.“ Síðurnar eru margar, oft er þeim lokað skyndilega og ný síða sprettur upp. Margar síðurnar eru merktar tilteknum skólum, til dæmis er ein síða merkt skóla í Reykjavík og þar stendur: „Slúður [nafn skólans], sendið okkur slúður í Dm og við póstum þeim ;)“. 130 notendur á Instagram fylgja þeirri síðu, slúðrinu er svo deilt í gengum „story“ þar sem það er sjáanlegt í sólarhring. Einnig er dæmi um síðu sem er ekki bundin við tiltekinn skóla, er sú síða með meira en 2 þúsund fylgjendur. Það skal tekið fram að slúðrið er ekki aðeins bundið við nemendur, stundum er um að ræða kennara.

Oft myndast langar umræður í kringum slúðrið, í mörgum tilfellum er búið að láta þolandann vita. Skjáskot af Instagram.

Einelti hefur skelfileg áhrif á sálarlíf einstaklinga, hefur það meiri áhrif þegar þolandinn veit ekki hver gerandinn er?

„Neteinelti getur tekið á sig ýmsar myndir, allt frá því að dreifa myndum og orðrómi yfir í að útiloka einhvern eða hóta einhverjum. Nafnleysi bætir við óvissu og ótta. Mörg börn og unglingar nota allt annan samskiptamáta á netinu en þau myndu gera augliti til auglitis. Jafnvel getur ólíklegasti aðili lagt í einelti á netinu, mögulega einhver sem myndi aldrei gera það augliti til auglitis, Nafnleysi skapar fjarlægð og það er auðveldara að fela sig bak við skjáinn. Tækni veitir vald og það getur skapast mikið ójafnvægi þegar  valdið færist hratt á milli einstaklinga. Gerandi getur orðið þolandi jafnvel samdægurs. Vandinn við ólíkar skilgreiningar á neteinelti meðal barna og unglinga er m.a. sá að ef þau geta ekki komið sér saman um hvar línan liggur þá getur þeim reynst erfitt að fara ekki yfir þá fínu línu. Hins vegar vita allir að það er andstyggilegt að dreifa óhróðri og ósannindum um aðra,“ segir Hrefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“
Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi