fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Óli Stef vill dönskuna burt og varar við stórslysi: „Hættan er sú að strákarnir verði of miklir strákar“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 14:27

Ólafur Indriði Stefánsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kerfið okkar er bara eins og það er, það er eins gott og það getur orðið akkúrat núna. En hlutirnir eru að breytast rosalega hratt og það þarf að bregðast hratt við ef það á ekki að verða stórslys,“ segir Ólafur Stefánsson, einn besti handboltamaður okkar Íslendinga fyrr og síðar og fyrrverandi fyrirliði landsliðsins.

Ólafur mætti í útvarpsþáttinn Harmageddon í morgun og ræddi þar meðal annars um skólamál á Íslandi en hann kemur að þróun á forritinu Kiwi sem hvetur til ímyndunarafls og frjórrar hugsunar hjá ungmennum.

„Þegar við byrjum í skóla, sex, sjö, átta ára þá kemur einhver stofnun til okkar og segir: „Heyrðu nú átt þú að fara að læra eitthvað sem ég er búin að ákveða.“ Þú verður bara að treysta þessu dóti. Fram að því ertu búinn að vera geðveikur „explorer“ og ert alltaf að skoða allt. Svo kemur allt í einu einhver og segir: „Nú skaltu stoppa þína náttúrulega rannsóknargáfu og gera þetta,“ segir Ólafur en hann tekur undir með því að skólakerfið á Íslandi sé fast í viðjum vanans og leitist við að steypa öllum í sama mót.

„Ég meina, við erum ennþá að læra dönsku. Það eru milljón möguleikar á því hvað við gætum verið að læra.“

Hann bætir við að aðskilnaðurinn á milli stráka og stelpna sé stöðugt að aukast inni í skólunum. Stelpur hafa að mati Ólafs meiri þolinmæði og umburðarlyndi fyrir þurru og þreytandi námsefni. Annað gildi um strákana.

„Núna erum við með stráka sem þola það ekkert, þeir eru miklu kröfuharðari á að hreyfa sig og snerta tæki og „explora“ og allt þetta.“

Hann bendir jafnframt á að karlkyns nemendum fari fækkandi í háskólanámi.

„Hættan er sú að strákarnir verði of miklir strákar og að það verði enginn umræðugrundvöllur á milli kynjanna,“ segir Ólafur en tekur fram að það sé þó nauðsynlegt að strákar fái að læra á tæki og standi til boða iðnmenntun.

„En þeir verða að geta tjáð sig, þeir verða að læra hugtakaskilning. Þeir verða að kunna orð eins og feðraveldi, og vita hvað það þýðir. Hvað réttlæti og jafnrétti þýðir. Þeir verða að tjá sig um þessi mál,“ segir Ólafur og bætir við á öðrum stað. „Ferðaveldið er barns síns tíma og við þurfum að finna aðrar leiðir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Í gær

Hugrekkispróf í Houston: „Ég vildi aldrei bana ættingjum ykkar. Ég neyddist til þess. Ég var í glæpagengi“

Hugrekkispróf í Houston: „Ég vildi aldrei bana ættingjum ykkar. Ég neyddist til þess. Ég var í glæpagengi“
Fréttir
Í gær

Milla Ósk er að bilast: Póstdreifing hættir ekki að koma með ruslpóstinn – „Enn og aftur er ég farin að svitna af pirringi“

Milla Ósk er að bilast: Póstdreifing hættir ekki að koma með ruslpóstinn – „Enn og aftur er ég farin að svitna af pirringi“