fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Kærur vegna byrlunar hafa aukist um 500% á 10 árum – Engar verklagsreglur til hjá lögreglu

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 07:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Hrafn Gunnarson, þingmaður Pírata, spurði dómsmálaráðherra á Alþingi hversu margar kærur hafa borist lögreglu frá árinu 2007 vegna afbrota þar sem einstaklingur telur að sér hafi verið byrluð ólyfjan sem dregur úr meðvitund hans, sjálfstjórn eða getu til að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Helgi Hrafn spurði einnig hvort liggi fyrir verklagsreglur um meðferð og skráningu slíkra mála ásamt því að spyrja ráðherra hvort hún telji að það komi skýrt fram í hegningarlögum að það sé refsivert brot að byrla einstaklingum ólyfjan.

Engar verklagsreglur til hjá lögreglu

Í svari dómsmálaráðherra kemur fram að um 500% aukning hefur verið á kærum til lögreglu vegna byrlunar, eða frá því að vera 16 árið 2007 í það að vera 78 árið 2017. Ráðherra segir einnig að  samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra liggi ekki fyrir verklagsreglur um meðferð og skráningu mála þar sem grunur leikur á að um byrlun hafi verið að ræða. Samkvæmt upplýsingum frá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu liggja fyrir drög að slíku verklagi, þar sem áhersla er lögð á að bæta skráningu þessara tilvika, en það hefur ekki verið innleitt hjá embættinu. Telur ráðherra einnig að ákvæði almennra hegningarlaga séu fullnægjandi að því er snertir þá háttsemi að byrla einhverjum ólyfjan. Hún tekur það fram að það sé einnig mat ríkissaksóknara samkvæmt upplýsingum frá embættinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Óli Palli ætlar ekki að horfa á Eurovision – Ísrael sé „hræðilegasta hrekkjusvín í öllum heiminum“

Óli Palli ætlar ekki að horfa á Eurovision – Ísrael sé „hræðilegasta hrekkjusvín í öllum heiminum“
Fréttir
Í gær

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“
Fréttir
Í gær

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“
Fréttir
Í gær

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni