fbpx
Mánudagur 20.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

„Eitt hliðarspor og fólk er tekið af lífi innan klukkustundar“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. nóvember 2018 07:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá mörgum að undanfarið hefur verið heit umræða um Banksy listaverkið sem hékk upp á vegg heima hjá Jóni Gnarr en deilt var um hvort verkið væri í eigu hans eða Reykjavíkurborgar.

Þetta mál er kveikja greinar sem Guðmundur Steingrímsson skrifar í Fréttablaðið í dag þar sem hann fer yfir þetta mál og umræðuna um það sem var að hans mati skemmtileg og athyglisverð.

„Í upphafi stefndi í að um miðlungsstórt hneykslismál yrði að ræða. Margir voru í þann mund að hlaða í góða statusa á samfélagsmiðlum um spillingu og siðleysi. Símalínur útvarpsþátta voru byrjaðar að hitna. Var ekki maðurinn að draga að sér verðmæti í leyfisleysi? Svona verk er milljónavirði, sögðu spekúlantar. Þá var upplýst að um eftirprentun væri að ræða, en ekki upprunalegt verk. Í raun væri þetta plakat. Við það hætti málið að vera hneykslismál og varð skyndilega að gagnmerkri umræðu um réttritun og málfar. Sitt sýndist hverjum. Á maður að skrifa plakat með k-i eða g-i? K-i, segi ég.“

Segir Guðmundur og bætir við að það næsta sem gerðist í málinu sé að hans mati það bitastæðasta og megi vel ræða það og skoða í samfélagslegu tilliti.

„Jón tók týpuna. „Ég ætla að farga þessu verki,“ hrópaði hann. Slípirokkurinn var dreginn fram og verkið eyðilagt í beinni. Blæbrigði vantar Þessi viðbrögð eru frábær. Sjáiði til: Eitt helsta einkenni á samtíma okkar eru hin ofsafengnu hópbrjálæðisköst sem tekin eru á samfélagsmiðlum undir eins og einhver gerir eitthvað sem á einhvern hátt getur talist vafasamt. Eitt hliðarspor og fólk er tekið af lífi innan klukkustundar.“

Segir Guðmundur og segir að ef einhver geri eitthvað rangt sé leikurinn búinn hjá honum.

„Twitter-stormurinn hlífir engum sem lendir í honum. Það er eins og fólki sé skotið upp í loft og gert að lenda einhvers staðar úti í buskanum, án orðspors, án atvinnu, ringlað og með hárið út í loftið. Komið aftur á byrjunarreit. Sumir geta auðvitað sjálfum sér um kennt, en með öðrum getur maður ekki annað en fundið til“

Er þetta alltaf nauðsynlegt?

Spyr Guðmundur og víkur að aðalmáli helgarinnar sem er barnabók Birgittu Haukdal þar sem hún notar orðið hjúkrunarkona í stað hjúkrunarfræðings.

„Jú, jú. Auðvitað ekki rétt, en slökum samt aðeins á. Á samfélagsmiðlum vantar blæbrigði. Þar er engin „tja” takki eða „ég veit ekki með þetta“ eða “úps, þetta mætti lagfæra”. Maður er bara hæstánægður, skellihlæjandi, kærleiksríkur, leiður eða reiður. Og ef einhver gerir eitthvað misjafnt, verða margir reiðir eða leiðir með tár í hvarmi. Áhrifamátturinn af því að nokkur hundruð manns á einum klukkutíma verði bálreiðir er gígantískur. Dómur hefur fallið. Þú átt ekki breik.“

Segir Guðmundur og bætir við að sumir þrífist á málum sem þessum og fagni hverjum stormi og gildi þá einu hvort einhver lagt upp með gott hugarfar að leiðarljósi en hafi óvart notað vitlaus hugtök eða hafi fengið sér of mikið í glas.

„Stormurinn gerir engan greinarmun. Hann slátrar bara. Þetta er ekki réttlátt ástand. Það er engin sanngirni fólgin í því að fólk missi lífsviðurværi sitt, vini og orðspor út af einu hliðarspori. Ég held að ákveðið ójafnvægi sé ríkjandi í samfélaginu út af þessu. Hin vikulega aftaka á Facebook er ný af nálinni. Viðbragðið við þessum veruleika er rétt að byrja að þróast.“

Segir Guðmundur og bætir við að ákvörðun Jóns Gnarr um að öskra á móti hafi verið tímamótaöskur.

„Getur verið að viðbragð af þessu tagi sé mögulega það sterkasta fyrir fólk í stöðunni, sé vegið að því af reiðiköllum samfélagsmiðlanna? Ætti Birgitta Haukdal kannski núna að segja hátt og snjallt með þjósti að hún skuli „þá bara farga öllum þessum bókum og aldrei skrifa stafkrók aftur“? Ætti Dagur borgarstjóri að rjúka til og eyðileggja Braggann? „Ég rústa honum þá bara,“ gæti hann hrópað í rokinu með höggbor að vopni. Ætti Guðni Th. að taka týpuna og einfaldlega sturta ananas yfir næstu pitsu sem hann pantar, gúffa í sig í beinni útsendingu á Instagram og hrópa milli munnbitanna að hann „skuli þá bara borða þennan fjárans ananas“?“

Segir Guðmundur og kemur síðan með yfirlýsingu um eigin aðgerðir ef þessi skrif hans og afstaða skapar almenna reiði á samfélagsmiðlum.

„Í hinu tilfinninga ójafnvægi Twitterstormanna er líklega margt vitlausara en að mæti ópum með ópi. Að því sögðu vil ég að sjálfsögðu lýsa því yfir að muni þessi afstaða mín skapa almenna reiði á samfélagsmiðlum mun ég vitaskuld eyðileggja tölvuna mína með hjólsög og aldrei skrifa pistil aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Halla Bergþóra á að meta hvort hefja eigi nýja rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum

Halla Bergþóra á að meta hvort hefja eigi nýja rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum
Fréttir
Í gær

Sveinn Hjörtur fann fágætan grip í Kolaportinu – Fangar spiluðu tregafulla söngva

Sveinn Hjörtur fann fágætan grip í Kolaportinu – Fangar spiluðu tregafulla söngva
Fréttir
Í gær

Douglas Murray til Íslands – Bók og fyrirlestur – Segir evrópska menningu í hættu

Douglas Murray til Íslands – Bók og fyrirlestur – Segir evrópska menningu í hættu
Fréttir
Í gær

Uppátæki Hatara kom Gísla Marteini ekki á óvart – Óttaðist verri uppákomur

Uppátæki Hatara kom Gísla Marteini ekki á óvart – Óttaðist verri uppákomur
Fréttir
Í gær

Lilja Katrín nýr ritstjóri DV

Lilja Katrín nýr ritstjóri DV
Fréttir
Í gær

Lá í götunni á Mosfellsheiði

Lá í götunni á Mosfellsheiði
Fréttir
Í gær

Ljóst að eftirmál verða vegna uppátækis Hatara

Ljóst að eftirmál verða vegna uppátækis Hatara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þór kjörinn formaður Landsbjargar – „Félagsskapur sem getur flutt fjöll“

Þór kjörinn formaður Landsbjargar – „Félagsskapur sem getur flutt fjöll“
Fyrir 2 dögum

Rof milli Kristjáns og Bjarna

Rof milli Kristjáns og Bjarna