fbpx
Laugardagur 25.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Læknar trúðu ekki foreldrum litlu stúlkunnar – Sannleikurinn kom í ljós of seint

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 12. nóvember 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Isabella Rees, fjórtán mánaða stúlka, lést á sjúkrahúsi í Ástralíu árið 2015. Foreldrar Isabellu höfðu ítrekað farið með hana til læknis þar sem hún var augljóslega mjög kvalin.

Það var ekki fyrr en of seint að læknar áttuðu sig á hvað hafði gerst. Isabella hafði gleypt svokallaða hnapparafhlöðu sem brenndi sig í gegnum líffærin í kviðarholi hennar.

Frá þessu greinir ástralski fréttamiðillinn News.com.au en nú stendur yfir rannsókn dánardómstjóra á andláti litlu stúlkunnar.

Læknar vissu í raun ekkert hvað var að hrjá Isabellu og leiddu fjölmargar rannsóknir orsökina ekki í ljós. Móðir hennar, Allison Rees, segir að hún og eiginmaður hennar hafi spurt lækna hvort möguleiki væri á að hún hefði gleypt eitthvað. Sást stúlkan með hnapparafhlöðu daginn sem hún veiktist.

Læknar sögðu að það væri ekki mögulegt. Ef hún hefði gleypt eitthvað myndi það skila sér rétta leið.

Isabella var fárveik; hún var með háan hita og kastaði upp blóði. Þrátt fyrir öll þessi einkenni fengu foreldrar hennar þau skilaboð að stúlkan myndi ná sér. Var hún ekki látin gangast undir röntgenmyndatöku til að taka af allan vafa um að hún hefði gleypt eitthvað.

Sem fyrr segir lést Isabella á sjúkrahúsi árið 2015 og á rannsókn dánardómstjóra að leiða í ljós hvort heilbrigðisstarfsfólk hafi gert mistök við umönnun hennar.

Hnapparafhlöður eru stórhættulegar börnum og eru til nokkur dæmi þess að börn hafi gleypt þær með skelfilegum afleiðingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Ástandið á Borgarfirði Eystra: Sjúklingur saumaður með nál og tvinna og deyfður með koníaki

Ástandið á Borgarfirði Eystra: Sjúklingur saumaður með nál og tvinna og deyfður með koníaki
Fréttir
Í gær

Jón Trausti fær tæpar 2 milljónir í skaðabætur frá ríkinu – Fatn­aður hans blóðugur og framburður óskýr

Jón Trausti fær tæpar 2 milljónir í skaðabætur frá ríkinu – Fatn­aður hans blóðugur og framburður óskýr
Fréttir
Í gær

Gerðu grín að Hatara: „Hentuð Palestínumönnum út með hamari Þórs árið 48 f.Kr“

Gerðu grín að Hatara: „Hentuð Palestínumönnum út með hamari Þórs árið 48 f.Kr“
Fréttir
Í gær

Jón Ársæll fór í vændishús 12 ára: „Ég var bænheyrður, og þetta sannar mátt bænarinnar“

Jón Ársæll fór í vændishús 12 ára: „Ég var bænheyrður, og þetta sannar mátt bænarinnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vildu bara greiða fyrir aðgerð á vinstra brjóstinu: „Verið að refsa mér fyrir að vera komin með krabbamein“

Vildu bara greiða fyrir aðgerð á vinstra brjóstinu: „Verið að refsa mér fyrir að vera komin með krabbamein“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þjófur lét til skarar skríða á hóteli í Reykjavík – Afdrifarík mistök gætu komið upp um hann

Þjófur lét til skarar skríða á hóteli í Reykjavík – Afdrifarík mistök gætu komið upp um hann