fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Kærasti Lilju kúgaði hana í brengluðu ofbeldissambandi: „Hann var að búa til sína klámmynd“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 1. nóvember 2018 16:30

Lilja segir sögu sína í Allir krakkar. Mynd: Skjáskot af vef RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sambandið var svolítið þannig að, sko, hann var í rauninni að búa til sína klámmynd. Ég átti alltaf að stynja ógeðslega hátt þegar við vorum að stunda kynlíf. Ég átti að vera bara eins og í klámmynd, þú veist,“ segir Lilja Hrönn Einarsdóttir í stuttum búti af stærra viðtali sem sýnt verður í þættinum Allir krakkar á RÚV í kvöld.

Í viðtalinu lýsir Lilja Hrönn brengluðu ofbeldissambandi sem hún var í með fyrsta kærastanum sínum. Parið var lengi saman en kærasti hennar stundaði það að þvinga hana til að búa til kynlífssenur sem hann hafði séð í klámmyndum. Lilja Hrönn segist ekki hafa sagt neinum frá þessu ofbeldi á meðan á sambandi stóð.

„Nei, í rauninni, þú veist, ég hélt bara að samband ætti að vera svona. Hann var búinn að sannfæra mig um að þetta væri eðlilegt. Ef mér leið ógeðslega illa, innst inni fannst mér þetta ganga yfir mín mörk, þá náði hann alltaf að snúa því upp á mig,“ segir Lilja Hrönn og heldur áfram.

„Í rauninni vissi ég að þetta væri rangt, ég vissi að þetta væri eitthvað sem ég vildi ekki, ég vissi að ég væri skíthrædd við hann en ég hélt að þetta væri eðlilegt,“ segir hún.

Þátturinn Allir krakkar er á dagskrá klukkan 20.40 á RÚV í kvöld og fjallar hann um kynferðisofbeldi og kynferðislega áreitni, með sérstakri áherslu á að fræða ungt fólk um mörk og samþykki. Þátturinn er unninn í samvinnu við Stígamót og tengist fjáröflunarátaki þar sem safnað er fyrir forvarnarstarfi Stígamóta. Í þættinum verður rætt við brotaþola kynferðisofbeldis í unglingasamböndum, sem og fólk sem starfar með ungu fólki að fræðslu um þessi mikilvægu málefni. Bæði foreldrar og forráðamenn barna og unglinga, sem og ungmenni, eru hvött til að horfa á þáttinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“
Fréttir
Í gær

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tómas segir mörgum spurningum ósvarað um lát sonar hans á Litla-Hrauni – „Ég skora á Pál Winkel að hafa samband við mig“

Tómas segir mörgum spurningum ósvarað um lát sonar hans á Litla-Hrauni – „Ég skora á Pál Winkel að hafa samband við mig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða