fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Fjölskyldufaðir tók rangan strætó í Kringluna með hrikalegum afleiðingum

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Föstudaginn 5. október 2018 15:00

Vinnumálastofnun Fjölskyldufaðir missti tveggja mánaða bótarétt vegna strætisvagnsferðar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskyldufaðir í Reykjavík sem er á atvinnuleysisbótum var sviptur þeim í tvo mánuði á þeim forsendum að hann hefði misst af kynningarfundi hjá Vinnumálastofnun. Þetta er mikið áfall fyrir hann og fjölskyldu hans þar sem þetta eru einu tekjurnar hans.

„Ég þori ekki einu sinni að segja konunni minni þetta. Þetta er bara eitthvað svo kjánalegt að ég hreinlega trúi ekki að þetta geti gerst,“ segir maðurinn. Forsaga málsins er sú að maðurinn skráði sig á atvinnuleysisbætur og fékk boð um að mæta á sérstakan kynningarfund hjá Vinnumálastofnun. Þar sem fjárhagur hans var ekki sterkur eftir að hann missti vinnuna sína þurfti hann að taka strætisvagn því ekki voru til fjármunir fyrir bensíni á bíl hans. Þegar kom að því að taka vagninn þá gerði hann þau mistök að taka rangan vagn. „Ég áttaði mig á þessu allt of seint, en um leið og ég gerði það þá hringdi ég strax niður í Vinnumálastofnun til að láta vita af þessu.“

Skýringar mannsins skiptu augljóslega engu máli fyrir Vinnumálastofnun því hún ákvað vegna þess að hann missti af þessum eina fundi að taka af honum rétt til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði, en það þýðir um rúmar 320 þúsund krónur í tekjumissi fyrir hann.

Maðurinn, sem vill ekki koma undir nafni, sagði í samtali við DV að hann skildi ekki þessa gífurlegu hörku sem stofnunin beitti hann vegna fjarveru hans á einum fundi. „Það vildi enginn tala við mig í síma og útskýra fyrir mér af hverju þau gerðu þetta nákvæmlega, sögðu mér aðeins að senda þeim tölvupóst.“

Honum finnst afar ómanneskjulegt hvernig er farið að í þessu ferli. „Ég skil ekki þessi viðbrögð. Ég hafði allan tímann ætlað mér að taka þátt í öllum þeim úrræðum sem Vinnumálastofnun ætlaði að bjóða upp á, ég er ekki að reyna svindla á neinum hérna.“

Í samtali við DV sagði Unnur Sverrisdóttir, aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar, að lögin einfaldlega væru þannig að Vinnumálastofnun yrði að gera þetta. Samkvæmt 58. grein laga um atvinnuleysistryggingar kemur fram að hafni einstaklingur þátttöku í vinnumarkaðsaðgerðum Vinnumálastofnunar skuli hann ekki eiga rétt á atvinnuleysisbótum í tvo mánuði. Túlkar Vinnumálastofnun þessa lagagrein svo að mæti fólk ekki á kynningarfund hjá stofnuninni sé það að hafna þátttöku í vinnumarkaðsaðgerðum. Í þessu tilfelli ákvað Vinnumálastofnun að svipta einstaklinginn bótum í tvo mánuði og hefur hann því engar tekjur þann tíma fyrir sig og fjölskyldu sína. Engar formlegar reglur eru til hjá Vinnumálastofnun um hvaða ástæður séu teknar gildar. Blaðamaður spurði Unni hvort það væri geðþóttaákvörðun Vinnumálastofnunar hvaða ástæða sé tekin gild fyrir að missa af kynningarfundi og ekki missa bætur á sama tíma. „Nákvæmlega, það er það sem við gerum alla daga. Það eru bara mjög mismunandi útskýringar og oft eru þær teknar gildar.“ Ekki á neinum stað á heimasíðu Vinnumálastofnunar er tekið fram hvað telst vera löggild ástæða fyrir því að missa af fundi, svo fólk getur ekki vitað hvort það missi bótarétt sinn í tvo mánuði ef það missir af einum kynningarfundi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð