fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Eftirför á Álftanesvegi – Glöggur vegfarandi kom lögreglunni til aðstoðar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. október 2018 06:19

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 00.54 í nótt hófst eftirför á Álftanesvegi þar sem lögreglan reyndi að stöðva akstur ökumanns sem var ekki á þeim buxunum að ræða við lögregluna. Maðurinn ók til Hafnarfjarðar og náði að hverfa sjónum lögreglunnar. En þá kom glöggur vegfarandi lögreglunni til aðstoðar.

Hann lét lögregluna vita að bifreiðinni hefði verið ekið inn í port skammt frá þar sem lögreglumenn misstu sjónar á henni. Bifreiðin var mannlaus er lögreglumenn komu að henni en skammt frá henni var karlmaður á gangi. Hann reyndist vera með lyklana að bifreiðinni í vasanum. Hann var því handtekinn og vistaður í fangageymslu að lokinni blóðsýnatöku en hann er grunaður um ölvun við akstur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar