fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Mál Björns Braga komið á borð lögreglu: „Við munum fara yfir málið“

Hjálmar Friðriksson, Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Þriðjudaginn 30. október 2018 14:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Norðurlandi eystra staðfestir í samtali við DV að mál Björns Braga sé komið í formlega skoðun hjá embættinu. Björn Bragi játaði í nótt að hann hafi káfað á 17 ára stúlku um helgina á Akureyri.

„Við heyrðum af þessu fyrst í hádeginu í dag og við höfum ekki sest yfir þetta enn þá en ég reikna fastlega með því að við munum fara yfir málið og ræða við þá aðila sem tengjast málinu. Nú þegar þetta er komið í okkar vitneskju þá þurfum við bara að setjast yfir þetta og hafa samband við hlutaðeigandi, þannig eru þessi mál unnin,“ segir Bergur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild Lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Hegningarlög eru skýr hvað þetta varðar, en í 199. grein almennra hegningarlaga segir: „Hver sem gerist sekur um kynferðislega áreitni skal sæta fangelsi allt að 2 árum. Kynferðisleg áreitni felst m.a. í því að strjúka, þukla eða káfa á kynfærum eða brjóstum annars manns innan klæða sem utan, enn fremur í táknrænni hegðun eða orðbragði sem er mjög meiðandi, ítrekað eða til þess fallið að valda ótta.“

Ofan á þetta bætist að lögregla skal hefja rannsókn hafi hún vitneskju eða grun um að slíkt brot hafi verið framið á barni yngra en 18 ára. Það er óháð því hvort viðkomandi barn hafi kært málið til lögreglu. Líkt og Bergur staðfestir í samtali við DV þá hefur lögreglan hafið skoðun á málinu.

DV hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Birni Braga án árangurs.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum