fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Hildur minnist vinkonu sinnar sem tók eigið líf: „Nærvera hennar var hlý og yfirvegun, einlægni og húmor einkenndi allan hennar boðskap“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 13. október 2018 14:58

Hildur Sverrisdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Sverrisdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa ýtt því á undan sér að sjá Lof mér að falla þar sem sagan er að nokkru leyti byggð á ævi Kristínar Gerðar Guðmundsdóttur, vinkonu hennar. Hildur segist oft hugsað til þess hvað Kristín Gerður gat gefið öllum mikið af sér þrátt fyrir að vera að glíma við djöfla. Myndin er meðal annars byggð á dagbókum Kristínar Gerðar en hún sem svipti sig lífi í kring­um alda­mót­in.

„Myndin er auðvitað mögnuð og höfundar hennar eiga hrós skilið að fara vel með erfitt efni. Það hefur dálítið verið rætt um Kristínu í tilefni myndarinnar en það sem mig langar að bæta við sögu hennar sem margir kannski vita ekki er að eftir að hún varð edrú vann hún ötullega að því að reyna að forða öðrum frá því að verða eiturlyfjum að bráð. Það var í því verkefni sem við kynntumst, þegar við ferðuðumst saman um landið á vegum Jafningjafræðslunnar meðan ég starfaði sem framvæmdastjóri hennar og hún sagði sögu sína í framhaldsskólum. Hún gerði það afskaplega vel. Nærvera hennar var hlý og yfirvegun, einlægni og húmor einkenndi allan hennar boðskap. Það eina sem hún færðist undan að svara var þegar hún var spurð af nemendunum hvernig hún hefði fjármagnað neyslu sína. Þeim anga lífs hennar gerði hún skil á annan hátt og undir nafnleynd,“ segir Hildur á Facebook-síðu sinni.

Hún segir að eftir þetta hafi þær orðið vinkonur, þrátt fyrir ólíkan bakgrunn. „Þrátt fyrir aldursmun og gjörólíkan bakgrunn myndaðist með okkur vinátta sem ég mun búa lengi að. Hún bjó rétt hjá mér í Þingholtunum þar sem hún reykti hverja sígarettuna á eftir annarri, maulaði risaópal með og við spjölluðum um hræðsluna við gömul öfl, ónotin þegar hún mætti fyrrum kúnna á Laugaveginum og stanslausa baráttuna við að draga andann í nýju lífi með erfiða reynslu og skuldahala á bakinu. Á þessum tíma var pabbi minn að glíma við veikindi og lést. Hennar yfirvegaða hlýja og djúpi skilningur á hvað það er sem skiptir mestu máli í þessum heimi hjálpaði mér þá mjög mikið. Ég hef oft hugsað til þess hvað hún gat gefið öllum mikið af sér þrátt fyrir að vera að glíma við djöfla sem ég mun aldrei skilja til fulls. Þetta var þó ekki alltaf svona dramatískt hjá okkur. Kristín tók það mjög alvarlega að vilja lifa venjulegu lífi og við eyddum líka talsverðum tíma í að reyna að leysa dulkóðaðar skeytasendingar aðilans sem hún var í ástarsambandi við og gátuna um það hvort maður geti átt of margar kisur, sem hún var mjög efins um,“ segir Hildur.

Hún segir að meðan Kristín Gerður var edrú þá lagði hún mikla áherslu á forvarnarstarf. „Ég sé í fjölmiðlum að það er gagnrýnt að grunnskólanemar sjái myndina þar sem hún sé ekki góð forvörn. Ég er ekki að taka afstöðu til þess með þessum orðum og veit ekki hvaða skoðun hún hefði á því, væri hún hér í dag. Mig langar einfaldlega að koma því á framfæri að í þann tíma sem hún var edrú reyndi hún af mikilli einlægni og elju að forða öðrum frá sínum örlögum, þann stutta tíma sem hún fékk þar til það varð henni að lokum of erfitt að draga andann. Það var vont að sitja í bíósalnum og rifja upp sorglega neyslusögu Kristínar. En ég mun alltaf minnast hennar sem þeirrar vitru og vænu vinkonu minnar sem reyndi að gera sitt til að hjálpa öðrum og sendi þéttskrifuð kærleiksjólakort með mynd af kisunum sínum,“ segir Hildur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum