fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Femínistar fagna sparki Kristins: „Ég er að kafna úr hlátri innra með mér“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. október 2018 10:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innan helstu hópa femínista á Facebook er uppsögn Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi lektors í HR, fagnað. Uppsögn hans er sögð merki um að aktívismi virki en sumir eru þó með blendnar tilfinningar. Þann 3. október fjallaði DV um mál Kristins sem kenndi kúrsa síðastliðinn vetur í raforkukerfum og kraftrafeindatækni. Á lokuðum Facebook hóp sagðist hann helst ekki vinna með konum.

Sumir femínistar fagna brottrekstri Kristins. Ein kona segir til að mynda: „Ég er að kafna úr hlátri innra með mér. Skyldi hann læra af þessu?“ Því svarar önnur: „Endilega en hann verður áreiðanlega staðfastari í því að konur skemmi allt, ekki bara vinnustaði.“ Sú þriðja skrifar: „Æ, æ, hafði það afleiðingar að tala illa um konur á samfélagsmiðlum?“

Einn femínisti spyr hvernig viðbrögðin í samfélaginu hefðu orðið ef hann hefði látið álíka orð falla um svart eða hinsveginn fólk. „En ef „skoðun“ mannsins væri að það væri ekki hægt að vinna með þeldökku fólki eða hinsegin fólki? Hvenær er eitthvað „skoðun“ og hvenær er það hatursorðræða? Spyr sú sem ekki veit nákvæmlega hvað henni finnst um þetta, sérstaklega þar sem málið varðar ummæli sem féllu á lokaðri FB-síðu,“ spyr hún.

Þessu svarar önnur kona: „Ég er alveg sammála því að þetta er hatursorðræða, en mér finnst allt í lagi að áminna fólk áður en það er látið fara. Eins og hann segir sjálfur, hann er 64 ára og algerlega óvíst að hann finni aðra vinnu.“ Einn maður veltir fyrir sér hvort það hafi verið rétt að reka hann. „Kristinn Sigurjónsson hefur lengi verið virkur í athugasemdum og það hefur varla farið fram hjá samstarfsfólki hans í HR og nemendum. Ég á nokkur skjáskot með frekar skrautlegum ummælum hans. En hefðu þessi ummæli hans í lokuðum hópi ekki farið á flot, væri hann sjálfsagt enn að kenna við HR, að því gefnu að viðhorf hans hefðu ekki áhrif á framkomu við nemendur og starfsfólk,“ segir sá.

Í annarri femínistagrúppu er því velt upp hvort Kristni hafi verið treystandi til að kenna konum. „Það getur nú verið að það hafi verið búið að gera einhverjar athugasemdir við hann áður. Hann hefur jú verið atkvæðamikill í umræðunni og ekki neitt að hemja sig í sínum skoðunum. Og þarna gefur hann í skyn að hann hafi á móti því að vinna með stórum parti samstarfsfólks síns. Það hefur kannski meiri áhrif en ýmsar aðrar skoðanir sem fólk getur viðrað,“ segir ein kona.

Önnur kona segir að háskólinn hafi einfaldlega tekið hagsmuni nemanda fram yfir starfsmanns. „Háskólinn hlýtur að taka hagsmuni nemenda framyfir persónulegar skoðanir eins kennara. Liði ykkur vel í tímum hjá svona manni vitandi hvernig hann hugsar um konur?,“ spyr sú kona. Þessu svarar önnur: „Nákvæmlega! Hvernig er líka hægt að treysta honum til að gefa einkunnir með svona innræti“

Einn femínisti bendir á að skoðanir líkt og Kristinns hafi áhrif á ímynd fyrirtækis: „Ég hef rekið fyrirtæki og ráðið starfsfólk og myndi ekki vilja hafa starfsmann með svona viðhorf til samstarfsfélaga í vinnu hjá mér. Það eyðileggur móralinn og ímynd fyrirtækisins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum