fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Kristinn kominn í klandur – Rektor: „Í algjöru ósamræmi við siðareglur HR“

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 4. október 2018 13:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, segir í tölvupósti sem var sendur á alla starfsmenn skólans að mál Kristins Sigurjónssonar, lektors við tækni- og verkfræðideild, sé komið í ferli. Líkt og DV greindi frá í gær þá sagði Kristinn innan lokaðs Facebook-hóps að hann vilji síður vinna með konum eða hafa þær nærri sér. Hann kennir nokkra kúrsa við skólann.

Sjá einnig: Lektor við HR segir konur eyðileggja vinnustaði karla: „Konur reyna alltaf að troða sér þar sem karlmenn vinna“

DV hefur undir höndum tölvupóst sem var sendur á alla starfsmenn í gær. Þar segir Ari Kristinn: „Vegna fréttar sem birtist á vef DV í dag um skrif starfsmanns HR á Facebook vil ég taka fram að málið er komið í viðeigandi ferli innan háskólans. Ljóst er að ummælin eru í algjöru ósamræmi við siðareglur HR og stefnu í jafnréttismálum.“

Kristinn lét orðin falla innan Facebook-hópsins Karlmennskuspjallið en hann hefur viðrað svipaðar hugmyndir áður, svo sem í athugasemdum við fréttir. „Það á að aðgreina vinnustaði karla og kvenna. Vandinn er bara að konur reyna alltaf að troða sér þar sem karlmenn vinna, og um leið og þær eru komnar inn, þá byrja þær að eyðileggja hann, því allir kalmennirnir eiga þá að fara að tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti og ef sagður en neðanbeltisbrandari, svo ég nefni ekki klámbrandari, þá er það kynferðisofbeldi,“ sagði Kristinn á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði