fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Katrín Jakobsdóttir er klukkumálaráðherra Íslands – Auknar líkur á depurð og ýmsum sjúkdómum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. september 2018 06:31

Katrín Jakobsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú vinna starfsmenn forsætisráðuneytisins að könnun á hvort það sé góður kostur að seinka klukkunni hér á landi um eina klukkustund. Frá 1968 hefur klukkan hér á landi verið óbreytt en víðast annarsstaðar í Evrópu er notast við sumar- og vetrartíma. Forsætisráðuneytið telur að málið falli undir „annað“ hvað varðar skiptingu mála á milli ráðuneyta og því er Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, um leið „klukkumálaráðherra“ landsins.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að í skýrslu starfshóps forsætisráðuneytisins um málið hafi komið fram að núverandi fyrirkomulag, þar sem miðað er við miðtíma Greenwich þrátt fyrir að Ísland sé talsvert vestan miðlínu, hafi ýmis neikvæð áhrif á heilsufar fólks. Meðal þessara áhrifa eru auknar líkur á ýmsum sjúkdómum, aukinni depurð, lélegri námsárangri og klukkuþreytu. Starfshópurinn leggur ekki til að tekinn verði upp sumar- og vetrartími enda væri það kannski á skjön við það sem nú er að gerast í Evrópu þar sem stefnir í að mörg ríki hætti að notast við sumar- og vetrartíma.

Fréttablaðið hefur eftir Katínu að málið sé ekki á þingmálaskrá hennar fyrir yfirstandandi þing en verið sé að fara yfir málið í ráðuneytinu.

Í gegnum tíðina hafa þingsályktunartillögur um breytingu klukkunnar verið lagðar fram en hafa ekki hlotið brautargengi. Mörg sjónarmið eru með og á móti klukkubreytingu og víst að aldrei næst full sátt um við hvað á að miða klukkuna hér, miðtíma Greenwich eða eitthvað annað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum