fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Eru aðgerðir hvalafriðunarsinna að auka áhuga á hvalveiðum? Það telur Kristján Loftsson

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. september 2018 07:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvalveiðivertíðinni lauk í gær þegar Hvalur 9 kom með tvær langreyðar í Hvalstöðina í Hvalfirði. 146 langreyðar veiddust í sumar, þar af reyndust tvær vera blendingar af langreyði og steypireyði. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., segir það undir stjórnvöldum komið hvort hvalveiðum verði haldið áfram á næsta ári.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Haft er eftir honum að hvalfriðunarfólk hafi fylgst með starfseminni í Hvalstöðinni í sumar. Það hafi myndað þetta og streymt um víðan heim.

„Ég hef fengið fyrirspurnir frá Vestur-Afríku þar sem fólk líður víða vegna hungurs, en stórir hvalastofnar eru úti fyrir ströndunum. Þeir sem hafa álpast inn á þessar síður hafa séð hversu mikið af kjöti er á þessum dýrum og hafa leitað til mín um upplýsingar um hvað þurfi að gera til að geta byrjað að veiða hval. Ég hef sagt þeim að ég geti hjálpað þeim að komast af stað þannig að þessar myndir virðast hvetja til hvalveiða.“

Er haft eftir Kristjáni og miðað við orð hans virðast aðgerðir hvalfriðunarsinna vera að auka áhugann á hvalveiðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa