fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Sigmundur Davíð hætti að líta á mat sem hápunkt dagsins og missti 30 kíló: „Borða helst ekki nema ég neyðist til þess“

Óðinn Svan Óðinsson
Föstudaginn 21. september 2018 09:56

Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var orðinn tæplega 128 kíló í byrjun þessa árs þegar hann ákvað að breyta um lífsstíl og fara í heilsuátak. Nú rúmu hálfi ári síðar er Sigmundur búinn að losa sig við 30 kíló og er hvergi nærri hættur. Sigmundur segir frá átakinu í viðtali sem birtist í Fréttablaðinu í morgun.

„Ég ákvað að hætta að borða bara til þess að borða. Ég átti það til í dagsins önn og miklu stressi að hrúga ofan í mig þeim mun meiri mat og í þessu starfi eru mýmörg tækifæri til að borða,“ segir Sigmundur í samtali við Fréttablaðið en hann hann stefnir á að losa sig við 10 kíló í viðbót.

Sigmundur ákvað að breyta matarvenjum og borðar nú eins þegar hann er svangur. „Ég sneri því hugarfarinu við og í stað þess að líta á mat sem hápunkt dagsins fór ég yfir í að líta á mat sem kvöð og borða helst ekki nema ég neyðist til þess vegna svengdar.“

Meðfram því að breyta matarvenjum fór Sigmundur að hreyfa sig reglulega. „Þetta fór nokkuð hratt af stað. Ég fór í World Class þrisvar í viku til að byrja með en svo fór þjálfarinn minn, Baldur Borgþórsson, sjálfur í pólitíkina og mátti ekki vera að því að þjálfa mig lengur. Við stefnum að því að byrja aftur í haust en mér fannst gott aðhald að byrja daginn í ræktinni því þá vill maður síður eyðileggja daginn með óhollustu,“ segir Sigmundur og bætir því við að aukið úthald og þrek geri daglegt líf betra.

Í samtali við blaðamann Fréttablaðsins segir Sigmundur það taka um þrjár vikur að venja sig af óhollustu en það eru einna helst brauð og kartöflur sem freista. „Þess vegna hef ég þá reglu að borða eingöngu íslenskar kartöflur og helst úr kjördæminu.“

Nánar er rætt við Sigmund í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum