fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Vilmundur og Valur vekja athygli í vísindaheiminum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. september 2018 12:53

Vilmundur og Valur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn við Háskóla Íslands og Hjartavernd hafa varpað nýju ljósi á innbyrðis samspil próteina í blóðvökvanum sem endurspegla tengsl þeirra við sjúkdóma eins og hjartaáföll, sykursýki fullorðinna og offitu. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt hefur verið gert í heiminum. Var greint frá þessum vísindaniðurstöðum í hinu virta tímariti Science sem kom út á dögunum.

Að rannsókninni, sem hefur vakið mikla athygli í Vísindaheiminum, standa vísindamennirnir dr. Valur Emilsson, gestaprófessor við Háskóla Íslands og yfirmaður kerfislíffræði Hjartaverndar, og dr. Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar og prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknin byggist á greiningu á stóru safni próteina. Alls voru 4137 prótein skimuð í blóðvökva 5457 einstaklinga úr Öldrunarrannsókn Hjartaverndar sem er ein af ítarlegustu rannsóknum á öldruðum sem gerð hefur verið. Björn Gíslason sem starfar sem kynningar- og vefritstjóri hjá Háskóla Íslands segir í tilkynningu að próteinin gegni lykilhlutverki í öllum líffræðilegum ferlum mannsins, þau séu helstu skotmörk lyfja og hafa bein áhrif a meinferli sjúkdóms. Þess vegna býður rannsóknin upp á einstaka möguleika á að þróa ný úrræði við greiningu og meðhöndlun langvinnra sjúkdóma að sögn þeirra Vals og Vilmundar.

„Þau gögn sem safnað hefur verið og sú aðferð sem hefur verið þróuð og greinin í Science fjallar um varpar nýju ljósi á orsakasamband erfða og sjúkdóms sem gerir okkur kleift að auðkenna þær líffræðilegu orsakir sem liggja að baki aukinni áhættu á því að þróa langvinna sjúkdóma,“ segja Vilmundur og Valur um mikilvægi rannsóknanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar