fbpx
Miðvikudagur 19.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Silfur Egils

Töffarinn Dagfinnur

Fréttir

Barnaníðsmálið í Sandgerði: „Mér finnst einkennilegt að lögreglan hafi strax útilokað að þau hafi brotið á öðrum börnum en sínum eigin“

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 31. ágúst 2018 10:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta gerist í litlu bæjarfélagi og það berst að sjálfsögðu hratt út um hverja er að ræða. Dóttir mín var reglulega í heimsókn á þessu heimili og fékk stundum að gista. Það sama hafa önnur börn gert. Ég fékk nánast taugaáfall þegar ég fékk upplýsingar um hvaða fólk væri að ræða,“ segir móðir ungrar stúlku í Sandgerði. Hún segir að íbúar séu skelfingu lostnir vegna frétta þess efnis að par í bænum væri grunað um að hafa misnotað tvö börn kynferðislega. Hin meintu brot voru gróf og ítrekuð. Börnin tengjast parinu fjölskylduböndum. Samkvæmt fréttum RÚV hefur parið játað að hafa brotið gegn öðru barninu.

Um er að ræða karlmann á sextugsaldri og konu á fertugsaldri. Þau voru handtekin þann 11. júlí og úrskurðuð í gæsluvarðhald. Konunni var sleppt eftir tveggja vikna gæsluvarðhald en karlmaðurinn er enn í haldi lögreglu. Gæsluvarðhaldsúrskurður hans var nýlega framlengdur til 18. september.

Parið fluttist til Sandgerði fyrir tæpu ári ásamt börnum sínum. Lítið fór fyrir parinu en börn þess eignuðust fljótlega vini í gegnum skólastarfið. „Dóttir mín vingaðist við dóttur þeirra og fór síðan að venja komur sínar á heimili þeirra. Mér finnst einkennilegt að lögreglan hafi strax útilokað að þau hafi brotið á öðrum börnum en sínum eigin. Ég veit fyrir víst að enginn hefur haft samband við foreldra þeirra barna sem vöndu komur sínar á heimilið. Það eru rúmar sex vikur síðan þau voru handtekin og því hefði maður ætlað að barnaverndaryfirvöld eða lögregla hefðu átt að kalla vini eða vinkonur í viðtöl eða halda foreldrum upplýstum. Ég veit til þess að foreldrar hafi sjálfir farið með börn sín í viðtöl hjá fagaðilum til þess að fá úr því skorið hvort eitthvað hafi gerst. Óvissan er virkilega óþægileg,“ segir móðirin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Hildur opnar sig um dóminn: „Þegar ég er beygð eða brotin, þá eru það konurnar sem elska mig sem koma hlaupandi“

Hildur opnar sig um dóminn: „Þegar ég er beygð eða brotin, þá eru það konurnar sem elska mig sem koma hlaupandi“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Guðrún sendi son sinn í burtu á aðfangadag: „Við grétum en reyndum að vera sterk. Elsku sonur minn hvíldu í friði“

Guðrún sendi son sinn í burtu á aðfangadag: „Við grétum en reyndum að vera sterk. Elsku sonur minn hvíldu í friði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ebólu vírusinn tekur við sér – 2.100 ný tilfelli af sjúkdómnum – 1.400 hafa látist

Ebólu vírusinn tekur við sér – 2.100 ný tilfelli af sjúkdómnum – 1.400 hafa látist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leggðu þessa mynd á minnið – Gæti sparað þér dýrmætar mínútur

Leggðu þessa mynd á minnið – Gæti sparað þér dýrmætar mínútur