fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Varar við vonskuveðri sunnan- og vestanlands í dag og nótt – Hætta á foktjóni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. ágúst 2018 07:28

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð og Miðhálendið í dag. Á miðhálendinu og vestanverðu landinu er spáð hvössum vindi með úrkomu. Vindur gæti farið í 30 m/s við fjöll og tæplega 40 m/s á norðanverðu hálendinu. Veður sem þetta er varasamt fyrir ökutæki, sem taka mikinn vind á sig, sem og létta tengivagna. Þá er þetta allt annað en kjörveður fyrir útivistarfólk og hálendisferða og dvala.

Viðvörunin gildir frá klukkan 15 í dag en reiknað er með að veðrið gangi fyrst inn á Breiðafjörð. Þar er spáð stífri suðaustanátt, 13-18 m/s og allt að 30 m/s í hviðum, sem getur rifið með sér létt farartæki og tengivagna. Veðrið færist síðan inn á Faxaflóa. Viðvörun er síðan í gildi fyrir miðhálendið og Suðurland frá klukkan 20.

Á Suðurlandi er spáð suðaustan hvassviðri, 10-15 m/s, en vindur getur orðið meiri á Þórsmerkursvæðinu og meðfram strandlengjunni. Hann getur þá hrifið með sér létt farartæki og trampólín og garðhúsgögn.

Á miðhálendinu er spáð 15-23 m/s með allt að 35 m/s í hviðum í vindstrengjum við fjöll, fyrst vestantil. Þessu fylgir talsverð rigning sunnantil en úrkomulítið verður norðan jökla.

Það er því full ástæða til að fara að öllu með gát.

Í hugleiðingum vakthafandi veðurfræðings segir:

” Núna í morgunsárið liggur lægð við Hvarf og sendir hún okkur veik skil upp úr hádegi með vaxandi suðlægri átt og vætu um V-vert landið í dag. Í kvöld koma önnur skil frá henni og eru þau öllu hraustlegri, en spáð er stífri sunnan- og suðaustanátt með þeim og rigningu, þar af talsverðri rigningu S- og SA-til í nótt og í fyrramálið (föstudag). Hviður við fjöll geta farið upp í 30 m/s og jafnvel 40 m/s á hálendinu. Gular viðvaranir eru í gildi og er fólki bent á þær. Það er ekki útlit fyrir að þessi lægð slái nein met en hún getur engu að síður haft áhrif ef aðgát er ekki höfð, t.d. hjá tjaldferðalöngum, bílum með aftanívagna og fólki með trampólín og laus garðhúsgögn í nærumhverfi sínu.

Í nótt frysti víða á landinu, enda hægur vindur og víða léttskýjað. Næstu nótt er ekki útlit fyrir að hiti fari undir frostmark, en með lækkandi sólu má eðlilega gera ráð fyrir að þetta gerist aftur og aftur á næstu vikum enda ekki mikið eftir af sumrinu.

Á morgun og á laugardag stefnir í suðvestan strekking og skúri eða rigningu S- og V-lands, en annars hægari vind og bjartara veður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Í gær

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?