fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Gróf líkamsárás á skemmtistaðnum Shooters: Fjórir eru í haldi lögreglu

Auður Ösp
Mánudaginn 27. ágúst 2018 11:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að skemmtistað í miðborginni á aðfararnótt sunnudagsins, vegna slagsmála inni á staðnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en greint frá því á vef Vísis í morgun að skemmtistaðurinn sem um ræðir sé Shooters í Austurstræti.

Þegar að var komið var ljóst að tveir af dyravörðunum höfðu orðið fyrir árás. Í viðtölum við vitni kom fram að tveir menn sem hafði verið vísað af staðnum skömmu áður, höfðu komið aftur með fleiri menn með sér og ráðist þar á tvo dyraverði. Annar dyravarðanna, karlmaður á fertugsaldri, var mikið slasaður eftir árásina og var fluttur strax á spítala þar sem hann dvelur enn.

Fjórir menn, á þrítugs- og fertugsaldri, eru grunaðir um árásina og voru þeir handteknir síðar á sunnudeginum. Vegna alvarleika málsins var ákveðið að óska eftir að þeir sættu gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar hagsmuna.

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu lögreglustjóra um tveggja vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum, til 7.september. Rannsókn málsins miðar vel áfram að sögn lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“