Um sjöleytið í morgun var óskað eftir aðstoð lögreglunnar vegna karlmanns sem hafði ógnað konu með hnífi inni í íbúð í miðborginni. Náði konan að flýja út úr íbúðinni og leita sér aðstoðar lögreglu. Lögreglan fór á vettvang og var karlmaðurinn handtekinn í kjölfarið. Var hann vistaður fangaklefa.