Fjölmiðlanefnd komst að þeirri niðurstöðu að fréttamiðilinn Nútíminn hafi gerst brotlegur við fjölmiðlalög þegar þeir birtu umfjöllun um bæði Dominos og Meistaramánuð Íslandsbanka á heimasíðu sinni. Braut Nútíminn 37 grein fjölmiðlalaga um skýra aðgreiningu ritstjórnarefnis og auglýsinga ásamt því að gerast sekur um bann við duldum auglýsingum.
Ákvað Fjölmiðlanefnd að sekta ekki Nútímann fyrir þessi brot þar sem fréttamiðillinn hefði aldrei gerst sekur um sömu brot áður.
Eftir ákvörðun Fjölmiðlanefndar brást Atli Fannar Bjarkarsson, ritstjóri Nútímans, við á Twitter og spurði : „Hver klagaði ?“
Hver klagaði?? https://t.co/fVQu47kmWC
— Atli Fannar (@atlifannar) August 24, 2018