fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Hryllingur á skosku munaðarleysingjahæli

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 24. ágúst 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nunnur eru meðal þeirra sem handteknir hafa verið í tengslum við rannsókn skoskra yfirvalda á barnamisnotkun á Smyllum Park-munaðarleysingjahælinu. Um er að ræða heimili sem rekið var af kaþólsku kirkjunni og var lokað árið 1981.

Alls voru tólf handteknir í aðgerðum skosku lögreglunnar í gær, ellefu konur og einn karl en fólkið er á aldrinum 62 til 85 ára. Rannsóknarnefnd hefur unnið að málinu undanfarin misseri og rætt við börn sem bjuggu á staðnum á sínum tíma.

Börnin á heimilinu voru í umsjá nunnanna og bárust nefndinni margar hryllingssögur. Börn hafi verið beitt líkamlegu ofbeldi, þau lamin, neydd til að borða ælu og niðurlægð ef þau pissuðu undir. Þá eru grunsemdir um að barn hafi dáið á heimilinu eftir að það var skilið nakið eftir úti í rigningunni í þrjá klukkutíma í refsingarskyni. Þá líkti einn heimilinu við útrýmingarbúðir nasista.

Í frétt breska blaðsins Independent kemur fram að til viðbótar við þessa tólf einstaklinga sem voru handteknir verði fjórir tilkynntir til saksóknara sem tekur ákvörðun um hvort ákæra skuli gefin út. Lafði Smith, hæstaréttardómari sem hefur farið með rannsókn nefndarinnar, mun að líkindum birta skýrslu um munaðarleysingjahælið á næstu vikum.

Um ellefu þúsund börn bjuggu í Smyllum Park meðan það var starfrækt á árunum 1864 til 1981.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Læknir vill bólusetningar við RS veiru – „Legudeildin full af börnum með sýkinguna“

Læknir vill bólusetningar við RS veiru – „Legudeildin full af börnum með sýkinguna“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp