fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Eyþór segir embættismenn reyna þagga niður í kjörnum fulltrúum

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Föstudaginn 24. ágúst 2018 16:40

Eyþór Arnalds

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér þótti vænt um að fá þetta bréf, því þarna birtist skriflega það sem manni grunaði, þetta er svona tilraun til þöggunar,“ sagði Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, um bréf skrifstofustjóra skrifstofu borgarráðs, þar sem því var meðal annars haldið fram að umræða um mannahald hjá Reykjavíkurborg í aðdraganda kosninganna hefði haft áhrif á líðan starfsfólks og upplifun þeirra á starfsöryggi.

Þetta kemur fram í nýju hlaðvarpi á DV.is, Stóru málin, sem birtist fyrst í dag. Þáttastjórnendur eru þeir Valur Grettisson, ritstjóri Reykjavík Grapevine, Bjartmar Alexandersson og Björn Þorfinnsson, sem báðir eru blaðamenn á DV.

Í fyrsta þættinum fer Eyþór yfir harðvítug átök á milli kjörinna fulltrúa í minnihluta og embættismanna. En kveikjan er dómur yfir Reykjavíkurborg þar sem Helga Björg Ragnarsdóttir, höfundur fyrrnefnds bréfs og skrifstofustjóri skrifstofu borgarráðs, var gerð afturreka með áminningu sem hún veitti undirmanni sínum.

Í dómi var tekið óvanalega harkalega til orða og sagt meðal annars að yfirmaðurinn gæti ekki undirgengist starfsfólk sitt eins og dýr í hringleikhúsi.

Eyþór sagði meðal annars að honum þætti bréfið sem kjörnir fulltrúar fengu, og málið allt, eins og söguþráður í þætti með Monty Python eða Yes Minister. „Þetta er of absúrd fyrir Borgen eða House of cards,“ bætti hann svo við.

Eyþór sagði borgarstjórn vera eins og huggulegt teboð, „sem við erum vissulega að trufla,“ sagði hann svo.

Fjölmargt fleira bar á góma í þættinum. Þar á meðal litla „tungumálið“ þar sem oddviti Vinstri grænna, Líf Magneudóttir rak úr sér tunguna á borgarráðsfundi.

Spjallið við Eyþór hefst á 47 mínútu eða áður fóru þáttastjórnendur yfir sumarið, hvalveiðar, fylgi VG og svo stöðu flugfélanna.

Stóru málin verða á dagskrá vikulega og birtast ávallt á föstudögum á vef DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Læknar samþykkja kjarasamning

Læknar samþykkja kjarasamning
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“
Fréttir
Í gær

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Í gær

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“