fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Guðni og Eliza fengu yfir þúsund gesti í heimsókn: „Vegavinnumenn frá Slóvakíu litu líka við“

Óðinn Svan Óðinsson
Mánudaginn 20. ágúst 2018 10:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni ThJóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú opnuðu heimili sitt á Bessastöðum fyrir almenningi um laugardaginn var. Óhætt er að segja að upptækið hafi mælst vel fyrir en yfir þúsund manns kíktu í heimsókn til þeirra hjóna. Þetta kemur fram í Facebook-færslu frá Guðna.

„Ég þakka öllum fyrir komuna og ekki síður starfsliði og sjálfboðaliðum sem voru okkur til halds og trausts. Það var einstaklega gaman að taka á móti góðum gestum, þeirra á meðal öldungum sem komu til Bessastaða í fyrsta sinn á langri ævi og yngsti gesturinn var aðeins nokkurra mánaða gamall,“ segir í færslunni.

Það voru ekki bara Íslendingar sem kíktu í heimsókn en ferðamenn sem áttu leið hjá þáðu einnig heimboðið. „ Svo ráku ferðamenn inn nefið og höfðu á orði að óvíða væri þjóðhöfðingjasetur eins vel í sveit sett og hér á Íslandi. Vegavinnumenn frá Slóvakíu litu líka við, kurteisin uppmáluð eins og auðvitað allir á þessum skemmtilega degi. Já, það er gaman að taka á móti góðu fólki á Bessastöðum!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum