fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Fréttir

Er barnið þitt með þetta app í símanum? Þá er ástæða til að hafa áhyggjur

Óðinn Svan Óðinsson
Þriðjudaginn 14. ágúst 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er gæinn sem ber virðingu fyrir kúnnanum og læt hann ganga fyrir í góðu umhverfi, hittir mig aldrei á tjúttinu eða í neinu rugli, bara solid buisness. Enda koma allir aftur ánægðir.“ Svona hljómar ein fjölmargar fíkniefnaauglýsinga sem birtast á spjallrás í smáforritinu Telegram.

Um er að ræða spjallforrit sem er helsti vettvangur fíkniefnasölu á Íslandi. Í umræddir auglýsingu býður sölumaðurinn lyfið Oxycontin til sölu. Lyf sem hefur slæfandi áhrif og getur í of stóru magni valdið dauða. Umrætt lyf er talið hafa átt þátt í að draga til dauða sum þeirra fjölmörgu ungmenna sem hafa látist á árinu.

Telegram er smáforrit sem notendur nýta í samskipti sín á milli. Í forritinu er hægt að fá aðgang að sérstökum svæðum og samkvæmt heimildum DV eru fjölmargar rásir hér á landi sem einungis eru ætlaðar til sölu á fíkniefnum. Afar auðvelt er að verða sér úti um aðgang á rásirnar og telja þær flesta fleiri en 1000 meðlimi. Raunar má segja að forritið sé nær eingöngu notað til þessa á Íslandi. Helsti kostur þess er að það tryggir nafnleynd betur en önnur sambærileg forrit.

Blaðamaður DV útbjó aðgang á síðuna en hér að neðan má sjá nokkur dæmi um þær vörur sem eru til sölu. Allar myndirnar eru nýjar, frá síðasta sólarhring. Auglýsingar á þeim tíma telja þúsundum, þó vissulega sé mikið um endurtekningar á sömu auglýsingu. Notendurnir rásanna virðast vera á öllum aldri en símanúmer fylgja flestum auglýsingum. Fíkniefni, lyf og sterar eru meðal þess sem í boði er.

Kassi af lyfinu Oxycontin á 110 þúsund

Algengt er að sölumenn bjóði magnafslátt

 

Viðskiptavinum boðið að smakka áður en gengið er frá kaupum

Gras og Oxycontin

Þessi sölumaður er staddur í Grafarvogi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Enn þúsundir bíla með hættulega loftpúða á íslenskum götum

Enn þúsundir bíla með hættulega loftpúða á íslenskum götum
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sverrir gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar – „Orðinn dauðþreyttur á því að þessi sjálfumglöðu gamalmenni fái að njóta lífsins í ellinni!“

Sverrir gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar – „Orðinn dauðþreyttur á því að þessi sjálfumglöðu gamalmenni fái að njóta lífsins í ellinni!“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu