fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Bryndís sökuð um að nýta sér neyð fólks – Sögð gráðug og á leið til helvítis

Óðinn Svan Óðinsson
Mánudaginn 13. ágúst 2018 11:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bryndís Hólm Sigurðardóttir, sjúkraliði, auglýsti um helgina herbergi til leigu á 90 þúsund krónur á mánuði. Mikil umræða skapaðist á Facebook um verðið á herberginu og eftir nokkra klukkutíma neyddist Bryndís til að fjarlægja auglýsinguna.

„Það voru komin 230 svör við færslunni þegar ég ákvað að taka hana út. Þá hafði ég einnig fengið fjöldan allan af einkaskilboðum frá fólki sem sagði að ég væri að skemma leigumarkaðinn. Þá sagði einn að ég myndi enda hjá djöflinum,“ segir Bryndís í samtali við DV.

Verðið á herberginu er að sögn Bryndísar ekki fast. „Þetta var nú bara svona verðhugmynd. Þrátt fyrir allt þetta reiða fólk hafa nú nokkrir sýnt herberginu áhuga og fleiri en einn komið að skoða,“ segir hún.

Eins og áður segir hafa margir séð ástæðu til þess að tjá sig um auglýsinguna. Þar er Bryndís kölluð öllum illum nöfnum og sökuð um græðgi. „Manni verður óglatt af græðgi fólks,“ segir einn ósáttur netverji.

Aðrir saka Bryndísi um að nýta sér stöðu þeirra minnst settu í samfélaginu. „Okur! Þarna er verið að níðast á neyð annarra,“ segir einn. „Úff, sorglegt hve gráðugt fólk er, skömm að þessu,“ bætir önnur við.

Bryndís segist ekki láta skítkastið á sig fá. „Mér finnst rosalega skrítið hvað fólk er reitt en þetta snertir mig ekki neitt,“ segir hún að lokum en auglýsinguna umdeildu má sjá hér að neðan. 

Skjáskot/ Facebook

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar