fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Mynd dagsins: Er þetta eðlileg álagning? Hvað finnst þér?

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. ágúst 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég verslaði kolsýrt vatn með ávaxtabragði á þremur stöðum í dag. N1 Ártúnshöfða, 10-11 Vesturlandsveg eða Shell bensínstöðinni og Bónus Árbæ. Ástæðan fyrir því að ég valdi þessa staði eru að þeir eru allir í labbfæri við stærstu gosframleiðendur landsins.“ Þannig hefst frásögn Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR á Facebook. Hann birtir ljósmynd af kvittun frá Bónus, N1 og 10-11.

Fyrir ávaxtatopp drykk greiddi Ragnar 95 krónur í Bónus. Í N1 kostaði drykkurinn 315 en í 10-11 var hann á heilar 399 krónur. Ragnar segir:

„Nú reikna ég með að Bónus sé með einhverja álagningu og allir þessir risar á markaði með bestu mögulegu viðskiptakjör hjá framleiðendum.“

Viðbrögðin við þessu innleggi Ragnars voru gríðarleg og eru langflestir á því að um okur sé að ræða. Útvarpsmaðurinn Máni Pétursson er ekki á sama máli. Hann segir: Þetta er eðlilegt. Bensínstöðvar eru ekki Bónus. Enda verslar maður vanalega ekki drykki þar. Væri hægt að sleppa þessari þjónustu líka og vera bara með bensín. Olíufélögin geta þá fækkað starfsmönnum í leiðinni. Sé ekki að neinn græði á því.“ Þá tekur verkalýðsforinginn Vilhjálmur Birgisson þátt og segir álagninguna galna. Gunnar Smári Egilsson segir: „Samkvæmt dæminu gæti 10-11 keypt toppinn hjá Bónus og samt verið með 320%.“ Þá spyr Ragnar Þór í innleggi sínu: „Finnst ykkur þetta eðlilegt?“

Hvað segja lesendur DV við spurningu VR? Er þetta eðlilegt?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum