fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Ömurleg landkynning – Skrímslið merkt Íslandi í bak og fyrir – Þjóðverjar slegnir óhug

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. ágúst 2018 10:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barnaníðsmál í Freiburg í Þýskaland, þar sem móðir og stjúpfaðir drengs seldu barnaníðingum aðgengi að piltinum, hefur vakið óhug margra og eru Þjóðverjar slegnir vegna hryllingsins sem drengurinn hefur mátt þola. Nýverið birtu síðan þýskir miðlar myndir af níðingunum og í kjölfarið var bent á á á samskiptamiðlum að stjúpfaðirinn, Christian L., var merktur Íslandi bak og fyrir við réttarhöldin. Á myndum má sjá hann í vesti þar sem útlína Íslands er vel sýnileg og þá er merki með Íslandi og íslenska fánanum einnig að finna á flíkinni.

Ef myndir af níðingnum eru grandskoðaðar má sjá að undir myndinni af Íslandi stendur „area Europa-Park“. Europa-Park er einn stærsti skemmtigarður Evrópu og er í grennd við Freiburg. Þar eru svæði nefnd eftir löndum Evrópu og nokkurs konar barnalaug er kölluð „Lítill Ísland“. Eins og nafnið gefur til kynna sækja foreldrar þangað með ung börn skemmta sér.

Þó Íslendingum finnist eðlilega ömurlegt að sjá níðinginn með Ísland á brjóstinu bliknar það við hliðina á því sem þolandinn í málinu mátti ganga í gegnum. Parið hefur verið dæmt til refsingar fyrir að hafa nauðgað 10 ára syni konunnar ítrekað og fyrir að hafa beitt hann öðru ofbeldi. Þau seldu einnig aðgang að líkama hans á hinu svokallaða „svarta neti“ en þar þrífst ýmis starfsemi sem ekki þolir dagsljós. Það er stjórnlaust og mikið notað af glæpamönnum og barnaníðingum.

Málið er eitt óhugnanlegasta barnaníðsmál sem þýskir dómstólar hafa tekið fyrir á undanförnum árum. Parið var sakfellt fyrir að hafa selt barnaníðingum aðgang að drengnum tæplega 50 sinnum á „svarta netinu“. Þau voru einnig sakfelld fyrir að hafa tekið upp á myndband þegar þau nauðguðu og misþyrmdu drengnum og að hafa dreift myndunum á „svarta netinu“.

Móðir drengsins, Berrin T., var dæmd í 12 ½ árs fangelsi og unnusti hennar, fyrrnefndur „Íslandsvinur“, í 12 ára fangelsi. Hann hafði áður hlotið dóm fyrir barnaníð. Dómari kvað einnig upp úr með að þegar maðurinn hefur lokið afplánun dómsins verði hann vistaður ótímabundið á viðeigandi stofnun til að koma í veg fyrir að hann geti níðst á fleiri börnum. Parið var einnig sakfellt fyrir að hafa misnotað þriggja ára barn kynferðislega.

Sex aðrir hafa verið sakfelldir fyrir að hafa nauðgað drengnum og hlutu þeir þunga dóma. Parið hafði mörg þúsund evrur upp úr krafsinu fyrir að selja drenginn á netinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist
Fréttir
Í gær

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“
Fréttir
Í gær

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“