fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jökulhlaups

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. ágúst 2018 18:44

Mynd: NBC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkislögreglustjóri hefur gripið til veglokana vegna jökulhlaups úr eystri Skaftárkatli og í samráði við Lögreglustjórann á Suðurlandi lýst yfir óvissustigi almannavarna.

Búið er að loka brúnni yfir Eldvatn einnig F208 austan Eldgjár og við Hvamm í Skaftártungum.

Í frétt vef almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra segir að Lögreglan á Suðurlandi, Landverðir og hálendisvakt Landsbjargar verði við eftirlit á svæðinu um helgina. Fram kemur einnig að Veðurstofan hafi aukið vöktun á svæðinu og fylgist vel með í samráði við lögregluna á Suðurlandi og almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra.

Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við RÚV að hlaupið byrjað skarpar og risið hraðar en sambærilegt hlaup árið 2015. Tómas segir hlaupið núna hafa fylgt svipuðu ferli og þá en minna vatn hafi verið í katlinum þannig að búast sé við minna hlaupi að rúmmálinu til. Tómas segir einnig ekki hægt að búast við því að hlaup hegði sér eins og fyrri hlaup.

Frekari mælingar verða gerðar í og við jökulinn á næstu dögum sem gefa vonandi betri mynd af atburðarrásinni sem er í gangi.

Fólk er beðið um að sýna aðgát og tillitsemi og virða lokanir en einnig er þeim tilmælum beint til vegfaranda að vera ekki á ferð í nágrenni flóðasvæðisins.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Í gær

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu