fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

Lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jökulhlaups

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. ágúst 2018 18:44

Mynd: NBC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkislögreglustjóri hefur gripið til veglokana vegna jökulhlaups úr eystri Skaftárkatli og í samráði við Lögreglustjórann á Suðurlandi lýst yfir óvissustigi almannavarna.

Búið er að loka brúnni yfir Eldvatn einnig F208 austan Eldgjár og við Hvamm í Skaftártungum.

Í frétt vef almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra segir að Lögreglan á Suðurlandi, Landverðir og hálendisvakt Landsbjargar verði við eftirlit á svæðinu um helgina. Fram kemur einnig að Veðurstofan hafi aukið vöktun á svæðinu og fylgist vel með í samráði við lögregluna á Suðurlandi og almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra.

Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við RÚV að hlaupið byrjað skarpar og risið hraðar en sambærilegt hlaup árið 2015. Tómas segir hlaupið núna hafa fylgt svipuðu ferli og þá en minna vatn hafi verið í katlinum þannig að búast sé við minna hlaupi að rúmmálinu til. Tómas segir einnig ekki hægt að búast við því að hlaup hegði sér eins og fyrri hlaup.

Frekari mælingar verða gerðar í og við jökulinn á næstu dögum sem gefa vonandi betri mynd af atburðarrásinni sem er í gangi.

Fólk er beðið um að sýna aðgát og tillitsemi og virða lokanir en einnig er þeim tilmælum beint til vegfaranda að vera ekki á ferð í nágrenni flóðasvæðisins.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þúsundir skólabarna heimsóttu kirkjur á aðventunni

Þúsundir skólabarna heimsóttu kirkjur á aðventunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Það er ekki hægt að losna alfarið við pappírs- og plasttunnurnar

Það er ekki hægt að losna alfarið við pappírs- og plasttunnurnar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku
Fréttir
Fyrir 4 dögum
Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakfelldur eftir örlagaríka ferð í Bónus

Sakfelldur eftir örlagaríka ferð í Bónus
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Svanhildur Sif heiðruð af Kópavogsbæ – „Börnin eiga svo stóran hlut í hjarta mínu“

Svanhildur Sif heiðruð af Kópavogsbæ – „Börnin eiga svo stóran hlut í hjarta mínu“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“