fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Eiginkona Benny kennir #MeToo-byltingunni um sjálfsvíg hans

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 31. júlí 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í mars síðastliðnum framdi Benny Fredriksson, fyrrverandi leikhússtjóri borgarleikhússins í Stokkhólmi, sjálfsvíg. Óhætt er að segja að dauði hans hafi verið mörgum áfall en hann ákvað að segja starfi sínu lausu í desember í fyrra í kjölfar umfjöllunar Aftonbladet.

Í umfjöllun blaðsins var fjallað um stjórnendastíl hans; mörgum virðist hafa þótt Benny vera harður í horn að taka, hann hafi verið stjórnsamur og stundum kallaður hinn „litli Hitler“. Þá kom fram að Benny hafi þvingað leikkonur til að fækka fötum áður en þær æfðu á fjölum leikhússins. Loks hafi hann þvingað eina konu til að fara í fóstureyðingu og svo framvegis.

Rannsókn eftir sjálfsvíg Benny, sem var 58 ára, leiddi vissulega í ljós að stjórnendahættir hans voru ekki allra en hún leiddi einnig í ljós að margar þeirra fullyrðinga sem fram komu voru beinlínis rangar. Til dæmis að hann hafi þvingað konu í fóstureyðingu.

Nú hefur eftirlifandi eiginkona Benny, óperusöngkonan Anne Sofie von Oter, stigið fram og gagnrýnt #MeToo-byltinguna harðlega. Hún segir að #Metoo beri hreinlega ábyrgð á dauða Bennys.

Í viðtali við Die Zeit í Þýskalandi segir hún að Benny hafi ekki sýnt af sér dólgslega kynferðislega tilburði og að ásakanirnar gegn honum hafi verið liður í ófrægingarherferð, markmiðið hafi verið að gera upp gamlar sakir. Anne Sofie segir að ábyrgð fjölmiðla sé mikil þegar kemur að málum sem þessum. Markmið þeirra sé að lokka að sér lesendur með krassandi frásögnum og fyrirsögnum sem stundum ekki eiga ekki við rök að styðjast.

„Við erum ekki lengur á miðöldum þar sem tíðkaðist að setja fólk í gapastokkinn, hrækja á það eða grýta það opinberlega.“ Segist hún vona að dauði Bennys verði til þess að vekja fjölmiðlafólk til umhugsunar um ábyrgðina sem það hefur.

Þess má geta að Aftonbladet var sektað fyrir umfjallanir sínar um Benny.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar