fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Bjarni telur sig vita hver kveikti í bænahúsi Votta Jehóva – Hettuklæddur brennuvargur í Árbæ –„Satan, þú getur ekki stöðvað Jehovah“

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 20. júlí 2018 13:15

Bjarni Jónsson er ræddi við DV um málið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 8. júní síðastliðinn reyndi óprúttinn einstaklingur að kveikja í bænahúsi Votta Jehóva á Íslandi. Brunnu nokkrir stólar áður en lögregla náði að slökkva eldinn. Bjarni Jónsson, forstöðumaður Votta Jehóva á Íslandi, segir í samtali við DV að einn karlmaður hafi verið handtekinn vegna brunans. Hann vill þó ekki gefa upp hvort sá maður tengist trúfélaginu.

Bjarni segir að Vottar Jehóva hafi ákveðinn grun um hver stóð að baki íkveikjunni. „Það var brotin rúða og kveikt í fyrir innan. Þetta var eitthvert efni sem var kveikt í og svo fleygt inn. Það brunnu tvö sæti en svo fór reykskynjari strax í gang. Lögreglan kom síðan aðvífandi og slökkti eldinn með dufttæki. Atvikið var tekið upp á öryggismyndavél og er núna í höndum lögreglu.“

 

Samkomuhús Votta Jehóva í Árbæ.

Vitið þið hvað viðkomandi gekk til?

„Nei, þeir hafa ekkert fengið upp úr honum ennþá.“

Svo þið vitið ekki hvort þetta beindist að ykkur af trúarlegum ástæðum?

„Þetta er bara lögreglumál. Gerandinn var með hettu yfir hausnum. Þeir hafa, ekki mér vitandi, gefið út neina ákæru.“

 

Bjarni Jónsson

Var þetta einhver sem þið þekktuð?

„Af myndbandsupptökum töldum við okkur vita hver þetta er, af öllum tilburðum hans og svoleiðis, þótt hann hafi verið með hettu yfir hausnum. En það er ekki neitt sem virðist nægja lögreglunni. Hann var handtekinn þarna fljótlega eftir þetta og mér skilst að hann hafi engu svarað. Honum var síðan sleppt lausum. Við viljum ekki gefa upp opinberlega hver var þarna að öllum líkindum að verki. Lögreglan telur sig ekki hafa öruggar heimildir á þessari stundu.“

 

Facebook-síðan Heart of Jehovah’s Witnesses greindi frá íkveikjunni á dögunum og hlaut sú færsla talsverða athygli, á sjöunda hundrað deildu henni svo nokkuð sé nefnt. Í athugasemdum við þá færslu eru flestir á því máli að Jehovah muni koma söfnuðinum til bjargar. Sumir eru þó þeirrar skoðunar að myrkrahöfðinginn sjálfur hafi átt aðild að málinu. „Púkar,“ segir Diana nokkur. Janis Clark segir: „Satan, þú getur ekki stöðvað Jehovah. Hann er sterkur og er á höttunum eftir þér og þínum púkum. Jehovah nær til alls heimsins.“

Bjarni gefur hins vegar lítið fyrir þessar skýringar. „Nei, ég tek ekki undir það. Þetta er ekkert slíkt. Ef einhver drepur mann eða lemur, þá er það ekki verk djöfulsins. Fólk ber ábyrgð á sínum gjörðum,“ segir Bjarni.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Vottar Jehóva verða fyrir barðinu á skemmdarvörgum. Í september 2014 greindi Morgunblaðið frá því að reglulega hefðu verið unnin skemmdarverk á áðurnefndu húsnæði Votta Jehóva í Hraunbæ. Aðallega hafi grjóti verið kastað í rúður í skjóli nætur og náðust gerendurnir aldrei.

Í kjölfarið sendu forsvarsmenn safnaðarins inn fyrirspurn til Reykjavíkurborgar um hvort girða mætti húsnæðið af til þess að koma í veg fyrir frekari skemmdarverk. Borgaryfirvöld féllust ekki á þessar metnaðarfullu hugmyndir en þess í stað kom söfnuðurinn fyrir umfangsmiklu eftirlitsmyndavélakerfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum