fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Kara Ásdís notar kannabis: „Á ég að vera veik alla daga því stjórnvöld vilja ekki viðurkenna lyfið sem ég nota?“

Auður Ösp
Mánudaginn 25. júní 2018 23:00

Kara Ásdís Kristinsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kara Ásdís Kristinsdóttir slasaðist illa í bílsslysi fyrir rúmlega tveimur áratugum og hefur glímt við afleiðingar þess allar götur síðan. Hún segir kannabis vera það eina sem hafi dugað til að lina þjáningarnar og furðar sig á tregðu stjórnvalda til viðurkenna lækningamátt plöntunnar.

Umræðan um lögleiðingu kannabis sprettur reglulega upp hér á landi. DV greindi frá því í september síðastliðnum að  Pawel Bartozek, þáverandi þingmaður Viðreisnar, hefði lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis að kannabisefni verði gerð lögleg. Felur frumvarpið í sér að settar verði reglur um framleiðslu, sölu og meðferð á kannabisefnum og neyslan leyfð. Að frumvarpinu stóðu einnig Sigrún Ingibjörg hjá Viðreisn og þingmenn Pírata, þeir Jón Þór Ólafsson og Gunnar Hrafn Jónsson.

„Á undanförnum árum hafa mörg ríki og landsvæði horfið frá bannstefnunni þegar kemur að kannabis. Má þar nefnda Úrúgvæ, Kanada og nokkur fylki Bandaríkjanna.Stuðningsmenn breytinganna innihalda fólk á borð við Barrack Obama og Kofi Annan. Global Commission on Drug Policy hefur sagt að stríðið gegn eiturlyfjum hafi tapast og að það sé kominn tími fyrir alvöru skaðaminnkun, sem byggist á vísindalegri nálgun,“ ritaði Pawel í færslu á heimasíðu sinni.

Pawel Bartoszek
Pawel Bartoszek

Pawel kvaðst einnig telja að afglæpavæðing, án reglusetningar, yrði framfaraskref.  „En ef framleiðsla og sala verða áfram ólögleg þá missum við tækifæri til að gera einmitt það sem máli skiptir: hafa eftirlit með framleiðslu, stýra aðgengi, vernda börn og ungmenni og skattleggja neysluna.“

Meirihlutinn andvígur

Í apríl 2016 kannaði MMR afstöðu fólks til þess hvort gera ætti neyslu kannabisefna löglega á Íslandi. Af þeim sem tóku afstöðu nú sögðust 23,2% vera fylgjandi því að lögleiða neyslu kannabisefna, en 76,8% sögðust vera andvíg.

Stuðningur við lögleiðingu á neyslu kannabisefna reyndist mun meiri hjá yngri aldurshópum. 41,3% þeirra sem tilheyrðu yngsta aldurshópnum (18-29 ára) sögðust vera fylgjandi lögleiðingu á neyslu kannabisefna, borið saman við 25,9% þeirra sem tilheyrðu aldurshópnum 30-49 ára, 10,2% þeirra sem tilheyrðu aldurshópnum 50-67 ára og 4,8% þeirra sem tilheyrðu elsta aldurshópnum (68 ára og eldri).

Telur lögleiðingu mistök

Ein af þeim sem mæla á móti lögleiðingu kannabis er Nora Volkow, sérfræðingur í fíknlækningum en hún flutti opnunarerindi á málþingi SÁÁ í nóvember síðastliðnum. Í viðtali við Læknablaðið sagðist hún telja að lögleiðing kannabis í læknisfræðilegum tilgangi væru mistök þar sem aðmeð væri verið að gefa sjúklingum falskar væntingar um árangur „og það er eitt af því sem við viljum ekki sjá í læknisfræðinni.“

„Það þyrfti að rannsaka efnið miklu betur áður en það er leyft í þessum tilgangi. Það hefur líka þau áhrif á afstöðu almennings til kannabis að úr því að það er leyft í læknisfræðilegum tilgangi geti það varla verið ýkja skaðlegt. Raunveruleikinn er hins vegar sá að kannabis er mjög hættulegt efni undir vissum kringumstæðum. Sumir einstaklingar þróa með sér mjög sterka fíkn í kannabisefni og fráhvarfseinkenni kannabisfíknar eru mjög skýr. Þrátt fyrir þetta eru margir sem halda því fram að kannabis sé ekki ávanabindandi.“

Grét af kvölum

Kara Ásdís birti opna færslu á facebook á dögunum og tjáði sig um reynslu sína af neyslu kannabis í lækningaskyni. Hún lenti í bílslysi árið 1999 og hefur síðan þá þurft að kljást daglega við höfuðmeiðsl, axlarmeiðsl og hnémeiðsl.

„Höfuðmeiðslin hafa valdið mér og fólki í kringum mig miklum þjáningum frá því eftir bílslysið vegna meðal annars andlegra erfiðleika, ég hef nokkrum sinnum reynt að taka líf mitt og hugsa um það nánast daglega enn þann dag í dag. Það koma dagar að mér líði ekki eins og ég sé sama manneskja frá því deginum áður, stundum skipti ég skapi nokkrum sinnum á dag. Ég hef reynt að taka þunglyndislyf en virkni þeirra kemur oft seint í ljós eða bara alls ekki, en vegna skapsveiflanna hjá mér tókst mér ekki að vera taka lyfin í meira en mánuð eða nokkra mánuði í senn.“

Kara er þar að auki með ónýtan vöðva í hægra auga sem veldur tvísýni sem gerir henni erfitt fyrir með lestur, sjónvarpsáhorf og margt annað.„Sem líka veldur mér andlegum erfiðleikum því ég var alltaf í öllu fyrir slys, en nú er það ekki svo auðvelt.“

„Ég hef stjórn á þessu hjá mér því ég veit hvað kannabis er að gera fyrir mig. En fyrst þegar ég byrjaði í þessu þá var það bara til að deyfa mig frá andlegum erfiðleikum,“ segir Kara Ásdís jafnframt í samtali við DV.is.

„Að vera á móti lög og regluvæðingu á kannabis og annarra efna er bara að styðja við svarta markaðinn þar sem krakkar eiga auðveldara með að komast í efnin. Og er það ekki einmitt sem fólk vill forðast, að krakkar ánetjist þessum efnum? Þetta er bara svo skýrt lögbrot á almenningi að vera refsa þeim fyrir eitthvað sem þau hafa oft ekki neina stjórn á vegna slæms samfélags.“

Kara kveðst einnig hafa glímt við stöðug hnémeiðsli eftir slysið og hefur hún farið í eina aðgerð til að fjarlægja uppsafnaða slímhúð undan hnéskeljunum. Það leið hins vegar ekki langur tími þar til verkirnir byrjuðu að koma aftur.

„Öxlin tvíbrotnaði og fór úr lið, mig verkjaði alltaf í hana og var ég mikið að taka verkjalyf við því líka, ef ég lá á öxlinni, datt á hana eða var að lyfta einhverju upp fyrir mig fann ég alltaf fyrir stingum og verkjum. Oft verkjaði mig svo mikið að ég grenjaði. Ef ég vaknaði upp liggjandi á öxlinni þá tók það mig oft langan tíma að jafna mig í henni því verkjalyfin virkuðu oft ekki almennilega,“ ritar Kara en hún er einnig með  laktósaóþol og reynir því að fremst af fremsta megni að forðast mjólkurvörur.

„Líkami minn er verkjalaus í dag því ég vel náttúrulegt lyf í staðinn fyrir mann gerðar pillur, ég reyni ekki að innbyrða mjólkurvörur en stundum geri ég það því ég vil geta borðað það sem ég vil. Og besta af öllu er að ég er oftast í andlegu jafnvægi og reyni að gera það besta úr deginum.

En það er til fólk í landinu sem vill ekki að manneskjur eins og ég geti fengið það besta úr lífinu, því það fólk treystir á að stjórnvöld hugsi svo vel um sig.

En það er bara ekki sannleikurinn, stjórnvöld eru ekki að vinna fyrir fólkið í landinu, þau eru ekki að vinna fyrir fólkið í landi því þau eru að græða á því að við séum veik, þannig er bara kerfið sett upp sem stjórnvöldin vinna eftir.

Á ég að vera veik, andlega og líkamlega, alla daga því stjórnvöld vilja ekki viðurkenna lyfið sem ég nota og eru að handsama fólk alla daga sem notar það?“

segir Kara og spyr jafnframt hvaða framtíð blasi við þeim sem reiða sig á lækningamátt kannabis.

„Kannski ég flytji bara til Kanada í október til að vera ekki ofsótt af lögreglu eða fólki sem viðurkennir ekki þessa plöntu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd