fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Helgi: „Mig langar til að segja þér smá sögu um atburð sem ég mun aldrei gleyma“

Auður Ösp
Föstudaginn 25. maí 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Héðinsson oddviti H listans í Skútustaðahreppi deilir athyglisverðir frásögn á facebooksíðu sinni, sem eflaust mun veita hvatningu til að nýta kosningaréttinn á morgun og hafa þannig áhrif á framtíð sveitarfélaganna.

Í færslunni rifjar Helgi upp eftirminnilegt samtal sem hann átti við eldri mann fyrir rúmlega tíu árum síðan.

„Mig langar til að segja þér smá sögu um atburð sem ég mun aldrei gleyma. Fyrir tæplega áratug var sá sem þetta ritar háskólanemi, staddur í Reykjavík. Þetta var í aðdraganda kosninga og ungi háskólaneminn sat á spjalli við mann sem nú er á tíræðisaldri. Umræðuefnið var kosningaréttur og sú athöfn sem henni fylgir þ.e. að kjósa.“

Helgi fékk kosningarétt árið 2006 og segist á þessum tímapunkti hafa fengið nóg af glundroðanum sem að hans mati einkenndi bæjar og landspólitíkina. Hann taldi því best að láta öðrum eftir að skila inn atkvæðum.

„Gamli maðurinn sagði þetta vera eðlilegt viðhorf í ljósi þess hvað hafði gengið á árin á undan en benti á tvennt sem rennur ekki glatt úr minni.

Í fyrsta lagi benti hann á það að hámarks virðingu yrði að bera fyrir kosningaréttinum. Hann væri síður en svo sjálfsagður og margir fært miklar fórnir til að tryggja konum og körlum rétt til að velja sína fulltrúa með atkvæðagreiðslu. Launa þyrfti því góða fólki sem tryggði okkur réttinn með því að nýta sér undantekningarlaust réttinn til að kjósa. Ekki væri verra ef kostirnir væru góðir.

Í öðru lagi benti hann unga háskólanemanum á það að sá sem ekki tekur afstöðu veitir öðrum umboð til taka fyrir sig ákvörðun. Ákvörðun sem enginn ætti að taka nema við sjálf eftir okkar sannfæringu, hverju sinni. Slíkt væri ekki bara ábyrgðarlaust heldur beinlínis móðgun við þá sem lagt hafa grunninn að lýðræðinu.

Helgi segir þessi orð gamla mannsins koma æ oftar upp í hugann á tímum þar sem sífellt fleiri nýta ekki rétt sinn til ákvarðanatöku.

„Sjálfur mun ég aldrei veita öðrum umboð til að velja mína fulltrúa og því kýs ég að kjósa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd