fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Dómari skipar þrítugum manni að flytja úr foreldrahúsum

Tómas Valgeirsson
Miðvikudaginn 23. maí 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Foreldrar hins þrítuga Michael Rotondo kærðu son sinn til hæstaréttar í New York-ríki eftir að hann neitaði að yfirgefa húsnæði þeirra frá og með febrúarmánuði, þrátt fyrir fimm tilkynningar um brottrekstur.

Michael hefur búið í herbergi síðastliðin átta ár hjá foreldrum sínum, þeim Christinu og Mark Rotondo, og mælirinn fylltist þegar ítrekanir þeirra voru hunsaðar. Í úrskurði dómara segir að sonurinn neyðist nú til þess að verða að óskum húsnæðiseigenda, en Michael segir sjálfur í samtali við fréttamiðilinn CNN að hann hafi talið sig eiga rétt að sex mánaða uppsagnarfresti.

Michael tekur fram að foreldrar hans gáfu engin merki áður um sameiginlega ábyrgð á kostnaði heimilisins né kröfur um aðstoð við húsverkin. „Það eina sem ég vildi var rausnarlegur tímarammi til þess að flytja út, með tillit til þess að ég var ekki reiðubúinn til þess að standa á eigin fótum á þeim tíma sem áminningarnar bárust,“ segir Michael.

Dómari hafnaði þeirri beiðni um að virða umræddan uppsagnarfest en Michael hyggst áfrýja málið og segir að niðurstaðan sé „hreint fáránleg.“

Foreldrarnir Christina og Mark Rotondo fengu nóg.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann