fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Með eða á móti: Á Ísland að sniðganga Eurovision á næsta ári vegna sigurs Ísraels?

Steingerður Sonja Þórisdóttir
Sunnudaginn 20. maí 2018 09:00

Ísraelska söngkonan Netta sigraði Eurovision í ár. Keppnin fer því fram í Ísrael á næsta ári.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með: Erpur Eyvindarson rappari.

Í dag hafa hafa fleiri en sextíu palestínskir mótmælendur á öllum aldri verið skotnir til bana af Ísraelsher og þúsundir liggja særðir. Myrt og limlest fyrir að minna á endalaust landrán, pyntingar, morð, rasisma, niðurlægingu og kúgun Zionista á palestínskum almenning. Bandaríkjastjórn hefur alla tíð stutt blóðbaðið og evrópsk stjórnvöld eru eins og Tourette-kippur í litla fingri kúgarans svo hann kyrkir áfram. Sem sagt, lítið breyst frá tímum Apartheid-stjórnarinnar í Suður-Afríku. Þar skipti þrýstingur almennings öllu máli, og ekki síst tónlistarmanna. Allir flottustu tónlistarmenn þess tíma neituðu að koma fram í S-Afríku þar til aðskilnaðarstefnan var afnumin, það sama er upp á teningnum í dag gagnvart Ísrael. Listamenn, allt frá U2 til Snoop Dogg og meðlimi Public Enemy til Pink Floyd, mynda þennan fjölmenna hóp. Það er góður hópur sem við ættum að vera hluti af. RÚV er sem betur fer í almenningseign og hefur skyldur í samræmi við það, þar með talið siðferðisskyldur. Meðan Zioniska flipphænsnið „Netta“ dansar júródiskó í palestínskum blóðpollum Jerúsalem á næsta ári, þá förum við frekar með hreina samvisku á Evróvisjon-Pallaball á Spot og teljum 90 milljónirnar sem við spörum í leiðinni.

Á móti: Valur Grettisson blaðamaður

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva er sennilega einhvers konar heimsmet í lágkúru. Það er í raun með ólíkindum að heil heimsálfa taki sig til einu sinni á ári og semji ógrynni af miðlungslélegum popplögum með það eitt að markmiði að halda smekklausasta partí Evrópu. Sjálfur ólst ég upp við þann skelfilega ótta að við Íslendingar gætum raunverulega sigrað þennan ófögnuð. Það hefði bæði þýtt fjárhagslegt sem og menningarlegt gjaldþrot íslensku þjóðarinnar. Ég hef sjaldan séð foreldra mína jafn mikið á nálum og þegar Stjórnin náði næstum að stela sigrinum af hinu skelfilega spænska framlagi, „Bandido“ sem hefur án efa verið notað við pyntingar í fangabúðum víða um heim.
Að þessu sögðu, þá legg ég til að við refsum Ísrael fyrir sína vitfirrtu ofbeldisstefnu gagnvart Palestínu með því að senda þessa sturluðu keppni til þeirra. Hinir allra róttækustu geta kallað það menningarlegt hryðjuverk. Svo það fari ekki á milli mála að okkur sé alvara með andóf okkar, þá legg ég til að RÚV fái sama teymi og síðast til þess að semja íslenska framlagið. Slíkt væri líklega ígildi stríðsyfirlýsingar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd